Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2020 10:12 Hilmar hefur ýmislegt að athuga við breytingar á reglum við árnar. Veiðireglur í ánum eru mismunandi en breytingar á reglum í Hofsá hafa vakið nokkra veiðimenn til umhugsunar um umfang þessara breytinga. Einn af þeim sem vekur máls á þessu er hinn góðkunni Hilmar Hansson sem hefur veitt víða um landið og er einn af þeim sem hefur sig frammi þegar kemur að vernd laxa og umgengni við náttúruna. Hann setur stórt spurningamerki við þessar sem og aðrar breytingar sem hafa verið kynntar í nokkrum ám síðustu árin. Hann henti í stutta hugleiðingu og við fengum leyfi frá honum til að deila henni. "Ég er veiðimaður sem vill fá sð stunda mitt sport helst í 12- 15 tíma á dag. Vakna snemma og fara að veiða í morgundögginni og veiða fram á kvöld og upplifa töfra veiðinnar. Þegar ég er í Noregi að veiða þá veiði ég inn í nóttina, legg mig svo í 3-4 tíma og fer út eld snemma. Í Rússlandi veiði ég frá 9-6 á daginn fer svo í kvöldmat og fer svo út um kvöldið og held áfram. Þetta gefur mér svo ótrúlega mikið. Ég reyni á líkaman og verð svo dásamlega þreyttur og endurnæri hugan í leiðinni. En veiðin á Íslandi er að breytast mjög hratt. Það er að verða til elíta af mönnum sem reka veiðihúsin og vilja breyta þessu fyrirkomulagi og setja reglur um agn og fluguval, veiðitæki og helst allt sem þeim dettur í hug. Í mörgum ám má bara veiða í 10 tíma á dag og svo er beðið um að hætt kl. 12 síðasta daginn svo staffið hafi tíma til að þrífa ( sem er skiljanlegt). Svo er skilda að hafa gæd (veiðivörð) á hverri stöng sem þú greiðir fyrir. Einhver þarf jú að fylgjast með að reglum um agn sé framfylgt. Það er semsagt búið að taka af 4-7 tíma af 3 daga holli sem er meira en ein vakt. Það þarf að fá liðið inn til að væna og dæna og gera allavega 2-3 happý tíma í hvejum túr. Mér finnst þetta algert bull og skil ekki um hvað veiðin er farinn að snúast. Þetta er óskiljanlegt fyrir venjulegan veiðimann eins og mig sem vill nýta tímann í ánni til að veiða. Ég er þessi sem vill veiða þegar ég er í veiði og svo fer ég bara á góðan ressa með vinum þegar ég er í bænum. Ég get ekki þessa forræðishyggju með agn og veiðitæki og það þó að ég veiði 98% á smáflugur og flotlínu. Eins með veiðitímann ég vill bara fá að veiða mína 12 tíma. Er ég útá túni með þetta, er ég bara orðinn gamall og skil ekki hvað það er gaman að eyða sem mestum tíma í veiðihúsinu í rauðvíni og ostum. Eða er þetta eitthvað sem fleiri upplifa. Ok gott fólk. RÆÐIÐ" Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Veiðireglur í ánum eru mismunandi en breytingar á reglum í Hofsá hafa vakið nokkra veiðimenn til umhugsunar um umfang þessara breytinga. Einn af þeim sem vekur máls á þessu er hinn góðkunni Hilmar Hansson sem hefur veitt víða um landið og er einn af þeim sem hefur sig frammi þegar kemur að vernd laxa og umgengni við náttúruna. Hann setur stórt spurningamerki við þessar sem og aðrar breytingar sem hafa verið kynntar í nokkrum ám síðustu árin. Hann henti í stutta hugleiðingu og við fengum leyfi frá honum til að deila henni. "Ég er veiðimaður sem vill fá sð stunda mitt sport helst í 12- 15 tíma á dag. Vakna snemma og fara að veiða í morgundögginni og veiða fram á kvöld og upplifa töfra veiðinnar. Þegar ég er í Noregi að veiða þá veiði ég inn í nóttina, legg mig svo í 3-4 tíma og fer út eld snemma. Í Rússlandi veiði ég frá 9-6 á daginn fer svo í kvöldmat og fer svo út um kvöldið og held áfram. Þetta gefur mér svo ótrúlega mikið. Ég reyni á líkaman og verð svo dásamlega þreyttur og endurnæri hugan í leiðinni. En veiðin á Íslandi er að breytast mjög hratt. Það er að verða til elíta af mönnum sem reka veiðihúsin og vilja breyta þessu fyrirkomulagi og setja reglur um agn og fluguval, veiðitæki og helst allt sem þeim dettur í hug. Í mörgum ám má bara veiða í 10 tíma á dag og svo er beðið um að hætt kl. 12 síðasta daginn svo staffið hafi tíma til að þrífa ( sem er skiljanlegt). Svo er skilda að hafa gæd (veiðivörð) á hverri stöng sem þú greiðir fyrir. Einhver þarf jú að fylgjast með að reglum um agn sé framfylgt. Það er semsagt búið að taka af 4-7 tíma af 3 daga holli sem er meira en ein vakt. Það þarf að fá liðið inn til að væna og dæna og gera allavega 2-3 happý tíma í hvejum túr. Mér finnst þetta algert bull og skil ekki um hvað veiðin er farinn að snúast. Þetta er óskiljanlegt fyrir venjulegan veiðimann eins og mig sem vill nýta tímann í ánni til að veiða. Ég er þessi sem vill veiða þegar ég er í veiði og svo fer ég bara á góðan ressa með vinum þegar ég er í bænum. Ég get ekki þessa forræðishyggju með agn og veiðitæki og það þó að ég veiði 98% á smáflugur og flotlínu. Eins með veiðitímann ég vill bara fá að veiða mína 12 tíma. Er ég útá túni með þetta, er ég bara orðinn gamall og skil ekki hvað það er gaman að eyða sem mestum tíma í veiðihúsinu í rauðvíni og ostum. Eða er þetta eitthvað sem fleiri upplifa. Ok gott fólk. RÆÐIÐ"
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði