Hardy sagður líklegastur sem næsti Bond Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2020 22:12 Gæti þetta verið næsta andlit James Bond? Max Mumby/Indigo/Getty Images Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty James Bond Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Enski leikarinn Tom Hardy er á meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hljóta hið eftirsótta hlutskipti að glæða njósnarann James Bond lífi í næstu kvikmynd um kappann. Samlandi hans, Daniel Craig, hefur leikið njósnarann, sem ber kennimerkið 007 hjá bresku leyniþjónustunni, í síðustu fimm myndum um hann. Það hefur þó ekki verið staðfest að Hardy verði sá sem verður þeirra gæfu aðnjótandi að leika Bond í næstu mynd, en Independent heldur því fram að hann sé líklegastur. Blaðið hefur þó sett fram lista yfir þá leikara sem fjallað hefur verið um að gætu tekið við hlutverkinu eftirsótta. Auk Hardy eru á listanum þeir James Norton, Sam Heughan, Tom Hiddleston, Richard Madden, Jack Lowden, Michael Fassbender og Idris Elba. Sá síðastnefndi er líklega sá sem hefur vakið hvað mesta athygli í umræðunni um næsta Bond, en Idris Elba er svartur. Hingað til hefur Bond aðeins verið leikinn af hvítum mönnum. Leikararnir hafa fæstir viljað tjá sig þegar þeir hafa verið inntir eftir því hvort þeir komi til með að verða næstir til að leika njósnarann í þjónustu hennar hátignar. Þá hafa sumir þeirra einfaldlega vísað orðrómum um slíkt á bug. Hér að neðan má sjá myndir af leikurunum sjö, sem ásamt Hardy hafa verið sterklega orðaðir við hlutverkið stóra. James Norton.Max Mumby/Indigo/Getty Sam Heughan.Albert L. Ortega/Getty Tom Hiddleston.Bruce Glikas/WireImage Richard Madden.Samir Hussein/WireImage Jack Lowden.Roberto Ricciuti/Getty Images Michael Fassbender.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic Idris Elba.Dave Benett/Getty
James Bond Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira