BL sýnir sjö nýja bíla á Hólmavík og Ísafirði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. september 2020 07:00 Hyundai Tucson verður til sýnis. Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent
Söluráðgjafar BL leggja land undir fót um helgina þegar haldin verður bílasýning á alls sjö, nýjum fólksbílum, jepplingum og jeppum á Hólmavík og Ísafirði. Sýndir verða fjórhjóladrifnu jepplingarnir Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Renault Koleos, Subaru Outback og Subaru XV auk hins fullvaxna Land Rover Defender, segir í fréttatilkynningu frá BL. Einnig slæst með í för 100% rafdrifni og framhjóladrifni fólksbíllinn Hyundai Kona EV sem hefur tæplega 450 km drægi á rafhlöðunni. Renault Koleos verður einnig til sýnis. Á Hólmavík fer bílasýningin fram á morgun, föstudaginn 18. september, milli kl. 16 og 17 við Pakkhúsið, þar sem Kaupfélag Steingrímsfjarðar rekur byggingavöruverslun. Á Ísafirði verður sýningin á laugardag við Bílaverkstæði SB ehf. við Sindragötu 3 milli kl. 12 og 16. Í tilefni sýningarinnar á Ísafirði býður Bílaverkstæði SB viðskiptavinum sínum við Djúp ýmis afsláttarkjör af vörum og þjónustu sem hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á laugardag.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent