Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. september 2020 10:00 Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. Vísir/Vilhelm Dagarnir eru vel skipulagðir hjá Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur sem hjálpar dætrunum við tónlistarnámið fyrir skóla á morgnana en vinnur þessa dagana í undirbúningi að stórri fjármögnun sem fyrirtækið stefnir að því að klára um áramótin. Kolbrún er stofnandi fyrirtækisins Florealis. Hún segir fjölskyldukvöldin á föstudagskvöldum sínar uppáhaldsstundir. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir yfirleitt klukkan hálf sjö virka daga, suma daga vakna ég hálf sex og fer á morgunæfingu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir fara í fiðlu- og píanóæfingar með dætrum mínum, en ég hjálpa þeim við æfingarnar áður en skóladagurinn byrjar.“ Við eigum okkur oft uppáhaldsstund á daginn eða yfir vikuna. Hvaða stund myndir þú segja að væri þín uppáhaldsstund eða „móment“? Föstudagskvöldin eru fjölskyldukvöld og eru í lang mestu uppáhaldi hjá mér. Heimabökuð pizza húsbóndans er oft á matseðlinum og sonurinn sem fluttur er að heiman kíkir oft í heimsókn. Við gerum yfirleitt öll eitthvað saman eins og horfa á kvikmynd eða spilum, stundum fáum við líka vini í mat og þá fylgja oft með einhverjir skemmtilegir leikfélagar fyrir dæturnar.“ Kolbrún segir uppáhaldsstundina sína yfir vikuna vera fjölskyldukvöldin á föstudögum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er fyrirhuguð fjármögnun Florealis efst á baugi. Við stefnum að því að klára stóra fjármögnun í kringum áramótin og er undirbúningurinn í fullum gangi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég geri vinnuskipulagið með hjálp outlook daily task list, þar set ég upp öll verkefni bæði stór og smá. Mér finnst þetta kerfi gott þar sem það tengist tölvupóstinum og dagatalinu, auðvelt að forgangsraða og setja upp áminningu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er komin upp í rúm klukkan tíu á virkum dögum, hlusta stundum á hljóðbók, kíki á samfélagsmiðlana eða horfi á einn þátt áður en ég fer að sofa.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Dagarnir eru vel skipulagðir hjá Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur sem hjálpar dætrunum við tónlistarnámið fyrir skóla á morgnana en vinnur þessa dagana í undirbúningi að stórri fjármögnun sem fyrirtækið stefnir að því að klára um áramótin. Kolbrún er stofnandi fyrirtækisins Florealis. Hún segir fjölskyldukvöldin á föstudagskvöldum sínar uppáhaldsstundir. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir yfirleitt klukkan hálf sjö virka daga, suma daga vakna ég hálf sex og fer á morgunæfingu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir fara í fiðlu- og píanóæfingar með dætrum mínum, en ég hjálpa þeim við æfingarnar áður en skóladagurinn byrjar.“ Við eigum okkur oft uppáhaldsstund á daginn eða yfir vikuna. Hvaða stund myndir þú segja að væri þín uppáhaldsstund eða „móment“? Föstudagskvöldin eru fjölskyldukvöld og eru í lang mestu uppáhaldi hjá mér. Heimabökuð pizza húsbóndans er oft á matseðlinum og sonurinn sem fluttur er að heiman kíkir oft í heimsókn. Við gerum yfirleitt öll eitthvað saman eins og horfa á kvikmynd eða spilum, stundum fáum við líka vini í mat og þá fylgja oft með einhverjir skemmtilegir leikfélagar fyrir dæturnar.“ Kolbrún segir uppáhaldsstundina sína yfir vikuna vera fjölskyldukvöldin á föstudögum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er fyrirhuguð fjármögnun Florealis efst á baugi. Við stefnum að því að klára stóra fjármögnun í kringum áramótin og er undirbúningurinn í fullum gangi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég geri vinnuskipulagið með hjálp outlook daily task list, þar set ég upp öll verkefni bæði stór og smá. Mér finnst þetta kerfi gott þar sem það tengist tölvupóstinum og dagatalinu, auðvelt að forgangsraða og setja upp áminningu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er komin upp í rúm klukkan tíu á virkum dögum, hlusta stundum á hljóðbók, kíki á samfélagsmiðlana eða horfi á einn þátt áður en ég fer að sofa.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00
„Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00
Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Forstjóri Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 22. ágúst 2020 10:00