Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. september 2020 07:00 Það var samgönguráðherra Noregs, Knut Arild Hareide, sem adhenti Maríu Jansen nýjan Leaf, sem er sá fimm hundruð þúsundasti sem Nissan hefur framleitt síðan fjöldaframleiðsla hans hófs 2010. Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag. Alls er áætlað að á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fyrsti Leaf-inn fór út í umferðina hafi heildarfjölda þeirra í heiminum verið ekið um 14,8 milljarða útblásturslausa kílómetra og sparað kolefnislosun sem nemur meira en 2,6 milljónum tonna. Á Íslandi hafa rúmlega eitt þúsund Nissan Leaf verið nýskráðir sem sparað hafa umtalsverða kolefnislosun. Ánægð með framleiðslunúmerið María Jansen sagði í tilefni þess að hún tók við lyklinum að nýja bílnum í Noregi í gær að hún og eiginmaður hennar hefðu átt Leaf frá 2018 og verið afar ánægð með bílinn enda fullnægði hann vel þörfum þeirra. „Nýi bíllinn er bæði mun langdrægari og tæknilega fullkomnari og svo er það auðvitað mjög skemmtilegt að það skuli hitta þannig á að hann hafi framleiðslunúmerið 500.000. Það gleður okkur mjög,“ sagði María þegar hún tók við lyklinum úr hendi Knut Arild Hareide, samgönguráðherra Noregs. Róbótarnir sem smíða Nissan Leaf eru fágaðir. Vill halda í loftgæðin Í Kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um allan heim á árinu er talið að loftgæði heimsins hafi aukist mjög sökum minni kolefnislosunar samfara samdrætti í umferð mengandi samgöngutækja á landi, í lofti eða á láði. Í Evrópu sýna kannanir að 68% fólks styðji aðgerðir sem sporna eiga við því að loftmengun fari aftur í fyrra horf sem var fyrir upphaf veirufaraldursins. Vistvænir bílar Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent
Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag. Alls er áætlað að á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að fyrsti Leaf-inn fór út í umferðina hafi heildarfjölda þeirra í heiminum verið ekið um 14,8 milljarða útblásturslausa kílómetra og sparað kolefnislosun sem nemur meira en 2,6 milljónum tonna. Á Íslandi hafa rúmlega eitt þúsund Nissan Leaf verið nýskráðir sem sparað hafa umtalsverða kolefnislosun. Ánægð með framleiðslunúmerið María Jansen sagði í tilefni þess að hún tók við lyklinum að nýja bílnum í Noregi í gær að hún og eiginmaður hennar hefðu átt Leaf frá 2018 og verið afar ánægð með bílinn enda fullnægði hann vel þörfum þeirra. „Nýi bíllinn er bæði mun langdrægari og tæknilega fullkomnari og svo er það auðvitað mjög skemmtilegt að það skuli hitta þannig á að hann hafi framleiðslunúmerið 500.000. Það gleður okkur mjög,“ sagði María þegar hún tók við lyklinum úr hendi Knut Arild Hareide, samgönguráðherra Noregs. Róbótarnir sem smíða Nissan Leaf eru fágaðir. Vill halda í loftgæðin Í Kórónuveirufaraldrinum sem geisað hefur um allan heim á árinu er talið að loftgæði heimsins hafi aukist mjög sökum minni kolefnislosunar samfara samdrætti í umferð mengandi samgöngutækja á landi, í lofti eða á láði. Í Evrópu sýna kannanir að 68% fólks styðji aðgerðir sem sporna eiga við því að loftmengun fari aftur í fyrra horf sem var fyrir upphaf veirufaraldursins.
Vistvænir bílar Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent