Mikið af sjóbirting í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2020 11:11 Sjóbirtingur Varmá gleymist oft hjá veiðimönnum sem eru að hugsa sér til hreyfings í haustveiðinni sem er skrítið því það er frábær tími í ánni. Þessi litla á sem líklega allir Íslendingar hafa ekið yfir á leið sinni austur fyrir fjall hefur á síðustu árum heldur betur tekið við sér og þeir sem hafa gengið með ánni í ágúst hafa alveg tekið eftir því. Það hefur verið mikið af minni sjóbirting stökkva við fossinn og núna þegar liðið hefur á haustið hafa stærri fiskar verið að sjást þar, Á neðri hlutanum eru nokkrir af gjöfulustu veiðistöðunum og þeir geta geymt ansi mikið af birting sem erfitt er að sjá. Besti tíminn að margra mati er einmitt núna í september þegar það er búið að rigna vel og áin í góðu vatni, jafn vel oft talin best þegar hún bólgnar aðeins upp. Þarna er auðvelt aðgengi, fullt af flottum veiðistöðum og veiðileyfin kosta lítið. Er hægt að biðja um meira? Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Varmá gleymist oft hjá veiðimönnum sem eru að hugsa sér til hreyfings í haustveiðinni sem er skrítið því það er frábær tími í ánni. Þessi litla á sem líklega allir Íslendingar hafa ekið yfir á leið sinni austur fyrir fjall hefur á síðustu árum heldur betur tekið við sér og þeir sem hafa gengið með ánni í ágúst hafa alveg tekið eftir því. Það hefur verið mikið af minni sjóbirting stökkva við fossinn og núna þegar liðið hefur á haustið hafa stærri fiskar verið að sjást þar, Á neðri hlutanum eru nokkrir af gjöfulustu veiðistöðunum og þeir geta geymt ansi mikið af birting sem erfitt er að sjá. Besti tíminn að margra mati er einmitt núna í september þegar það er búið að rigna vel og áin í góðu vatni, jafn vel oft talin best þegar hún bólgnar aðeins upp. Þarna er auðvelt aðgengi, fullt af flottum veiðistöðum og veiðileyfin kosta lítið. Er hægt að biðja um meira?
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði