Bíó og sjónvarp

Laddi og Jarðarförin mín keppa í Berlín

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Laddi leikur aðalhlutverið í þáttaseríunni Jarðarförin mín sem tekur þátt í lokakeppni Berlin TV Series Festival í lok september. 
Laddi leikur aðalhlutverið í þáttaseríunni Jarðarförin mín sem tekur þátt í lokakeppni Berlin TV Series Festival í lok september.  Aðsend mynd

Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín með Ladda í aðalhlutverki, hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Í þetta sinn, vegna Covid faraldursins, verður hátíðin send út stafrænt á netinu en þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er haldin.

Á hátíðinni mun Jarðaförin mín keppa við aðrar þekktar þáttaraðir, eins og Netflix seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, hafa allar vakið mikla athygli á heimsvísu.

Söguhetja þáttanna sem leikin er af Ladda, stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu.

Aðspurður hvort að hann vilji feta í fótsport söguhetjunnar og skipuleggja sína jarðarför, svarar Laddi:

Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni.

Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er kominn í  samstarf við bandaríska fyrirtækið Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á þáttaröðinni en Dynamic fyrirtækið sér meðal annars um að dreifa þáttaröðinni Ófærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×