Gæsaveiðin gengur vel þrátt fyrir kuldahret Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2020 10:56 Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og það er óhætt að segja að síðan þá á þessum fáu dögum sem veiðar hafi staðið yfir hafi skyttur landsins fengið allar tegundir af veðri. Það hefur gengið ágætlega hjá þeim sem Veiðivísir er í reglulegu sambandi við þrátt fyrir afleitt veður suma daga. Þeir sem voru til að mynda fyrir norðan síðustu daga og fengu á sig hríðarbyl létu það ekki á sig fá þegar það lægði inn á milli. Þá var lagst fyrir á þeim stöðum þar sem heiðagæsin kemur í kvöldflugi og sumir gerðu fína veiði þrátt fyrir alhvíta jörð. Þegar líður á tímabilið fer gæsin síðan að sækja meira niður í tún og akra en á meðan hún kemst ennþá niður í æti og heuf rnóg að éta liggur henni ekki mikið á. Kuldahretið sem gekk yfir í síðustu viku hefur ekki ýtt mikið við henni því við ræddum við einn hóp af skyttum sem voru í kvöldflugi í gær stutt frá Kárahnjúkavirkjun og þar virðist ennþá vera nóg af heiðagæs. Þeir félagar eru að taka annað kvöldflug í kvöld og ætla að senda okkur smá skeyti um árangurinn og stöðuna þar eystra. Skotveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði
Gæsaveiðin hófst 20. ágúst og það er óhætt að segja að síðan þá á þessum fáu dögum sem veiðar hafi staðið yfir hafi skyttur landsins fengið allar tegundir af veðri. Það hefur gengið ágætlega hjá þeim sem Veiðivísir er í reglulegu sambandi við þrátt fyrir afleitt veður suma daga. Þeir sem voru til að mynda fyrir norðan síðustu daga og fengu á sig hríðarbyl létu það ekki á sig fá þegar það lægði inn á milli. Þá var lagst fyrir á þeim stöðum þar sem heiðagæsin kemur í kvöldflugi og sumir gerðu fína veiði þrátt fyrir alhvíta jörð. Þegar líður á tímabilið fer gæsin síðan að sækja meira niður í tún og akra en á meðan hún kemst ennþá niður í æti og heuf rnóg að éta liggur henni ekki mikið á. Kuldahretið sem gekk yfir í síðustu viku hefur ekki ýtt mikið við henni því við ræddum við einn hóp af skyttum sem voru í kvöldflugi í gær stutt frá Kárahnjúkavirkjun og þar virðist ennþá vera nóg af heiðagæs. Þeir félagar eru að taka annað kvöldflug í kvöld og ætla að senda okkur smá skeyti um árangurinn og stöðuna þar eystra.
Skotveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði