Nýskráningum fólksbíla fækkar um 58% á milli mánaða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. september 2020 07:00 Toyota RAV4. Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí. Fjöldi nýskráninga í ágúst 2020 eftir tegundum. Flest nýskráð ökutæki í ágústmánuði voru úr framleiðslu Toyota eða 169 ökutæki, Mercedes-Benz var í öðru sæti með 61 ökutæki og Volkswagen í þriðja með 56 nýskráningar samkvæmt vef Samgöngustofu. Undirtegundir Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru 80 Rav4 bifreiðar og 30 Yaris bifreiðar. Flestar Mercedes-Benz bifreiðarnar voru af Sprinter gerð eða 21. Því næst af GLC gerð eða sjö. Volkswagen Golf var mest nýskráða Volkswagen tegundin í ágúst, 16 eintök voru nýskráð, þar af tíu hreinir rafbílar. Orkugjafar Flestar nýskráningar í ágúst voru á bensín knúnum ökutækjum eða 308, næst flestar á dísil knúnum ökutækjum eða 265 og í þriðja sæti voru bensín tengiltvinn-ökutæki, 146. Vistvæn ökutæki, það eru ökutæki sem ganga að einhverju leyti fyrir öðru en eingöngu bensíni og dísil voru samtals 375. Í flokki fólksbifreiða voru heins vegar nýskráðir 181 bensínbíll, 146 bensín tengiltvinnbílar og 132 dísilbílar. Vistvænir bílar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent
Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí. Fjöldi nýskráninga í ágúst 2020 eftir tegundum. Flest nýskráð ökutæki í ágústmánuði voru úr framleiðslu Toyota eða 169 ökutæki, Mercedes-Benz var í öðru sæti með 61 ökutæki og Volkswagen í þriðja með 56 nýskráningar samkvæmt vef Samgöngustofu. Undirtegundir Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru 80 Rav4 bifreiðar og 30 Yaris bifreiðar. Flestar Mercedes-Benz bifreiðarnar voru af Sprinter gerð eða 21. Því næst af GLC gerð eða sjö. Volkswagen Golf var mest nýskráða Volkswagen tegundin í ágúst, 16 eintök voru nýskráð, þar af tíu hreinir rafbílar. Orkugjafar Flestar nýskráningar í ágúst voru á bensín knúnum ökutækjum eða 308, næst flestar á dísil knúnum ökutækjum eða 265 og í þriðja sæti voru bensín tengiltvinn-ökutæki, 146. Vistvæn ökutæki, það eru ökutæki sem ganga að einhverju leyti fyrir öðru en eingöngu bensíni og dísil voru samtals 375. Í flokki fólksbifreiða voru heins vegar nýskráðir 181 bensínbíll, 146 bensín tengiltvinnbílar og 132 dísilbílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent