Góð vatnsstaða í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2020 08:00 Veiðimenn vona að það verði gott vatn í ánum í sumar. Laxveiðitímabilið hófst í gær og það eru væntingar á lofti um að þetta tímabil fer vel af stað geti orðið gott. Það eru í það minnsta öll teikn á lofti um að göngur gætu orðið góðar og sérstaklega hefur verið nefnt að vesturland gæti átt gott ár. Það er annað sem veiðimenn hafa líka í huga eftir vatnsleysi síðasta sumars en það eru horfur í vatnsbúskap ánna. Miðað við hvernig staðan er í ánum núna og eins sú staðreynd að ennþá er mikin snjó að finna á hálendi landsins lítur út fyrir að fyrri hluti sumarsins sé góður hvað vatnsstöðu varðar. Það þarf síðan ekki annað en rigningu reglulega til að viðhalda góðu vatni þetta tímabilið. Það hefur varla verið gott vatn nema rétt fyrstu dagana í ánum til að mynda á vesturlandi síðan 2015 með einhverjum undantekningum. Svo er auðvitað töluvert af ám sem ekki finna fyrir neinum vatnsskorti á þurrkasumrum eins og Rangárnar og fleiri en talandi um Rangárnar og hluta af því vatnasvæði, þ.e.a.s. neðsta partinn af því, þá hefur samkvæmt okkar heimildum fyrsti laxinn veiðst í Hólsá eða öllu heldur í neðsta partinum af Eystri Rangá en hann veiddist í gær. Þetta svæði er selt sem austurbakki Hólsás og hefur verið vinsæll enda veiðin yfirleitt í takt við góða veiði í Eystri Rangá. Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í gær og það eru væntingar á lofti um að þetta tímabil fer vel af stað geti orðið gott. Það eru í það minnsta öll teikn á lofti um að göngur gætu orðið góðar og sérstaklega hefur verið nefnt að vesturland gæti átt gott ár. Það er annað sem veiðimenn hafa líka í huga eftir vatnsleysi síðasta sumars en það eru horfur í vatnsbúskap ánna. Miðað við hvernig staðan er í ánum núna og eins sú staðreynd að ennþá er mikin snjó að finna á hálendi landsins lítur út fyrir að fyrri hluti sumarsins sé góður hvað vatnsstöðu varðar. Það þarf síðan ekki annað en rigningu reglulega til að viðhalda góðu vatni þetta tímabilið. Það hefur varla verið gott vatn nema rétt fyrstu dagana í ánum til að mynda á vesturlandi síðan 2015 með einhverjum undantekningum. Svo er auðvitað töluvert af ám sem ekki finna fyrir neinum vatnsskorti á þurrkasumrum eins og Rangárnar og fleiri en talandi um Rangárnar og hluta af því vatnasvæði, þ.e.a.s. neðsta partinn af því, þá hefur samkvæmt okkar heimildum fyrsti laxinn veiðst í Hólsá eða öllu heldur í neðsta partinum af Eystri Rangá en hann veiddist í gær. Þetta svæði er selt sem austurbakki Hólsás og hefur verið vinsæll enda veiðin yfirleitt í takt við góða veiði í Eystri Rangá.
Stangveiði Mest lesið Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Veiði