Lifnar yfir veiði í Brúará Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2020 10:00 Flottar bleikjur úr Brúará Mynd: Veiðistaðavefurinn Brúará hefur alltaf átt hóp aðdáenda sem hafa lært vel á ánna og vita því hvar stóru bleikjurnar liggja í henni. Þeir sem hafa gefið ánni tíma sinn og í einhverjum tilfellum lært af þeim sem þekkja hana vel gera yfirleitt alltaf góða veiði í ánni þegar aðstæður eru réttar. Þetta er bara staðreynd um flest veiðisvæði að með aukinni ástundun verður árangurinn alltaf betri og betri og er Brúará þar engin undantekning. Við höfum heyrt frá veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga og flestir eru á því að bleikjan sé bæði væn og vel haldin eftir veturinn. Þó svo að algengar stærðir séu 2-3 pund veiddist nýlega 67 sm bleikja í ánniog það höfum við fengið staðfest. Það er mikill munur á að veiða bleikju í á eða stöðuvatni og þegar veitt er í á eins og Brúará þarf að hafa þá þekkingu að kunna að "lesa í vatnið" og vita hvar fiskur liggur með tilliti til straumhraða en líka með tilliiti til fæðuframboðs því bleikjan er að éta í ánni ólikt tl dæmis laxi. Það að þekkja síðan vel hvaða æti er í ánni og á hvaða þroskastigi t.d. lirfur eru á hverjum tíma, hversu djúpt þær eru o.s.fr. gerir ekki annað en að auka árangur hvers veiðimanns. Það er þess vegna öllum tíma við bakkann vel varið og svo ég tali ekki um að verðlaunin séu þau að veiðin aukist. Ef þú ert með það markmið að verða góður í að veiða bleikju í á er Brúará klárlega rétti skólinn. Mest lesið 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Brúará hefur alltaf átt hóp aðdáenda sem hafa lært vel á ánna og vita því hvar stóru bleikjurnar liggja í henni. Þeir sem hafa gefið ánni tíma sinn og í einhverjum tilfellum lært af þeim sem þekkja hana vel gera yfirleitt alltaf góða veiði í ánni þegar aðstæður eru réttar. Þetta er bara staðreynd um flest veiðisvæði að með aukinni ástundun verður árangurinn alltaf betri og betri og er Brúará þar engin undantekning. Við höfum heyrt frá veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga og flestir eru á því að bleikjan sé bæði væn og vel haldin eftir veturinn. Þó svo að algengar stærðir séu 2-3 pund veiddist nýlega 67 sm bleikja í ánniog það höfum við fengið staðfest. Það er mikill munur á að veiða bleikju í á eða stöðuvatni og þegar veitt er í á eins og Brúará þarf að hafa þá þekkingu að kunna að "lesa í vatnið" og vita hvar fiskur liggur með tilliti til straumhraða en líka með tilliiti til fæðuframboðs því bleikjan er að éta í ánni ólikt tl dæmis laxi. Það að þekkja síðan vel hvaða æti er í ánni og á hvaða þroskastigi t.d. lirfur eru á hverjum tíma, hversu djúpt þær eru o.s.fr. gerir ekki annað en að auka árangur hvers veiðimanns. Það er þess vegna öllum tíma við bakkann vel varið og svo ég tali ekki um að verðlaunin séu þau að veiðin aukist. Ef þú ert með það markmið að verða góður í að veiða bleikju í á er Brúará klárlega rétti skólinn.
Mest lesið 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði