100 sm urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2020 14:59 Artur með stærsta urriðan sem hefur veiðst í Þingvallavatni í sumar. Mynd: www.veidikortid.is Veiðimenn eru ennþá að mæta galvaskir við bakka Þingvallavatns með það markmið að setja í stóra urriða. Við höfum heyrt af mörgum 80-90 sm og þó nokkrum aðeins yfir 90 sm en sá fyrsti sem sannarlega er mældur 100 sm veiddist í fyrradag í Þjóðgarðinum og það var veiðimaðurinn Artur Wójtowicz sem náði þessum svakalega fisk á land. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega fisk. Sama kvöld heyrðum við af öðrum tveimur veiðimönnum sem voru við veiðar í Þjóðgarðinum sem lönduðu átta urriðum um og yfir miðnætti. Það voru fiskar á bilinu 60-80 sm og að þeirra sögn skeði þetta bara á einum klukkutíma þegar það kom greinilega torfa inn í víkina þar sem þeir voru við veiðar. Þeir ætla ekki að gefa upp hvar sú umrædd vík er. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði
Veiðimenn eru ennþá að mæta galvaskir við bakka Þingvallavatns með það markmið að setja í stóra urriða. Við höfum heyrt af mörgum 80-90 sm og þó nokkrum aðeins yfir 90 sm en sá fyrsti sem sannarlega er mældur 100 sm veiddist í fyrradag í Þjóðgarðinum og það var veiðimaðurinn Artur Wójtowicz sem náði þessum svakalega fisk á land. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega fisk. Sama kvöld heyrðum við af öðrum tveimur veiðimönnum sem voru við veiðar í Þjóðgarðinum sem lönduðu átta urriðum um og yfir miðnætti. Það voru fiskar á bilinu 60-80 sm og að þeirra sögn skeði þetta bara á einum klukkutíma þegar það kom greinilega torfa inn í víkina þar sem þeir voru við veiðar. Þeir ætla ekki að gefa upp hvar sú umrædd vík er.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði