Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2020 17:41 Fyrstu laxarnir eru mættir í Laxá í Leirársveit Mynd: wwwlaxaleir.is Það er að styttast óðum í fyrsta dag laxveiðitímabilsins á þessu ári og veiðimenn farnir að telja niður dagana í fyrstu köstinn fyrir þann silfraða. Við vorum að fá fyrstu fréttir af löxum sem voru að sýna sig í Laxá í Leirársveit en Vignir Ragnarsson sem hefur fylgst með ánni í 30 ár stoppaði þar seinni partinn í dag og sá greinilega í það minnsta 10 laxa í fossinum og niður undur brú við þjóðveg var greinilega smá torfa að dóla í aðfallinu. "Það voru laxar að stökkva í fossinum og torfan sem var á sveimi við brúnna var mjög greinileg. Ég hef aldei sér laxinn svona snemma á ferðinni í ánni í þau 30 ár sem ég hef fylgst með henni" sagði Vignir í samtali við Veiðivísi. Miðað við þetta mega veiðimenn sem eiga leið um árnar næstu daga kannski fara að kíkja í neðstu veiðistaðina til að sá hvort það sé kominn lax víðar en ár eins og Laxá í Kjós eiga líka stofn sem er yfirleitt farinn að mæta um 21. maí. Veiðivísir ætlar líklega að biðja þann sem fylgist líklega mest með Laxá í Kjós, Bubba Morthens, sem býr stutt frá ánni að kíkja í Laxfoss og Kvíslafoss og sjá hvort það sé ekki kominn lax í Kjósina líka. Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Veiðisvæðið Alviðra í Soginu í útboð Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði
Það er að styttast óðum í fyrsta dag laxveiðitímabilsins á þessu ári og veiðimenn farnir að telja niður dagana í fyrstu köstinn fyrir þann silfraða. Við vorum að fá fyrstu fréttir af löxum sem voru að sýna sig í Laxá í Leirársveit en Vignir Ragnarsson sem hefur fylgst með ánni í 30 ár stoppaði þar seinni partinn í dag og sá greinilega í það minnsta 10 laxa í fossinum og niður undur brú við þjóðveg var greinilega smá torfa að dóla í aðfallinu. "Það voru laxar að stökkva í fossinum og torfan sem var á sveimi við brúnna var mjög greinileg. Ég hef aldei sér laxinn svona snemma á ferðinni í ánni í þau 30 ár sem ég hef fylgst með henni" sagði Vignir í samtali við Veiðivísi. Miðað við þetta mega veiðimenn sem eiga leið um árnar næstu daga kannski fara að kíkja í neðstu veiðistaðina til að sá hvort það sé kominn lax víðar en ár eins og Laxá í Kjós eiga líka stofn sem er yfirleitt farinn að mæta um 21. maí. Veiðivísir ætlar líklega að biðja þann sem fylgist líklega mest með Laxá í Kjós, Bubba Morthens, sem býr stutt frá ánni að kíkja í Laxfoss og Kvíslafoss og sjá hvort það sé ekki kominn lax í Kjósina líka.
Stangveiði Mest lesið Fínn gangur í veiðinni í Ytri Rangá Veiði Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Veiðisvæðið Alviðra í Soginu í útboð Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði