Láttu fluguna fara hægt um hylinn Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2020 08:18 Hausthængur úr Grímsá Mynd: KL Nú er haustveiðibragur í laxveiðiánum og eins og þeir sem veiða mikið á þessum árstíma þekkja getur verið kúnst að fá laxinn til að taka fluguna. Þetta á sérstaklega við um legna laxa sem eru búnir að sjá ansi mikið af flugum yfir sumarið og hinar ýmsu aðferðir við að bera þær á borð. Það getur tekið á sjálfstraustið þegar kastað er á hyl þar sem er mikið af laxi sem kannski stekkur ótt og títt rétt til að espa mann upp en tekur ekkert. Síðan gerist það að næsti veiðimaður sem rennir flugunni yfir hylinn fær fullt af töku og landar þremur löxum. Hvað er það sem hann gerir sem fær laxinn til að taka? Nú verða kannski ekki allir sammála mér þegar ég fer yfir þá aðferðafræði sem hér fer eftir en þetta er það sem vel flestir af þeim vönu leiðsögumönnum og veiðimönnum nota í haustveiði með einhendu í dæmigerðri á. Notaðu 10-11 feta taum, helst fluorcarbon nema þú sért að hitcha. Litlar flugur gefa yfirleitt best, ef þú ætlar að nota litlar túpur mundu að halda taumlengdinni langri. Ef þú notar Sunray, prófaðu að strippa hratt, hægt, langt, stutt stundum að láta hana reka. Þegar veitt er á smáflugurnar á þessum árstíma er oft best að þverkasta ekki, heldur meira niður ánna, koma flugunni yfir í lygna vatnið hinum megin við strauminn, menda varlega (ekki vera með þetta vipp) því það hægir á flugunni og leyfðu svo flugunni að renna rólega í gegnum allann strauminn. Ef hann tekur, ekki bregðast við strax, leyfðu honum að toga út smá línu áður en þú lyftir stönginni rólega upp. Það eina sem það gerir er að auka líkurnar á því að festa betur í honum. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Nú er haustveiðibragur í laxveiðiánum og eins og þeir sem veiða mikið á þessum árstíma þekkja getur verið kúnst að fá laxinn til að taka fluguna. Þetta á sérstaklega við um legna laxa sem eru búnir að sjá ansi mikið af flugum yfir sumarið og hinar ýmsu aðferðir við að bera þær á borð. Það getur tekið á sjálfstraustið þegar kastað er á hyl þar sem er mikið af laxi sem kannski stekkur ótt og títt rétt til að espa mann upp en tekur ekkert. Síðan gerist það að næsti veiðimaður sem rennir flugunni yfir hylinn fær fullt af töku og landar þremur löxum. Hvað er það sem hann gerir sem fær laxinn til að taka? Nú verða kannski ekki allir sammála mér þegar ég fer yfir þá aðferðafræði sem hér fer eftir en þetta er það sem vel flestir af þeim vönu leiðsögumönnum og veiðimönnum nota í haustveiði með einhendu í dæmigerðri á. Notaðu 10-11 feta taum, helst fluorcarbon nema þú sért að hitcha. Litlar flugur gefa yfirleitt best, ef þú ætlar að nota litlar túpur mundu að halda taumlengdinni langri. Ef þú notar Sunray, prófaðu að strippa hratt, hægt, langt, stutt stundum að láta hana reka. Þegar veitt er á smáflugurnar á þessum árstíma er oft best að þverkasta ekki, heldur meira niður ánna, koma flugunni yfir í lygna vatnið hinum megin við strauminn, menda varlega (ekki vera með þetta vipp) því það hægir á flugunni og leyfðu svo flugunni að renna rólega í gegnum allann strauminn. Ef hann tekur, ekki bregðast við strax, leyfðu honum að toga út smá línu áður en þú lyftir stönginni rólega upp. Það eina sem það gerir er að auka líkurnar á því að festa betur í honum.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði