Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2020 07:55 Hrafn Hauksson með lax úr Símastreng Mynd: Jóhann Freyr Guðmundsson Elliðaárnar hafa verið vel sóttar á þessu veiðitímabili en þar er ennþá hægt að finna lausar stangir og þetta er ljómandi tími til að veiða ánna. Elliðaárnar eru aðeins veiddar á flugu og öllum laxi er sleppt en þessari breytingu fögnuðu margir sem töldu að of nærri væri gengið hrygningarstofninum í ánni á hverju ári. Það hefur verið fín laxgengd í ánna í sumar og það sést vel á efri svæðunum þar sem sumir veiðistsaðir eru vel setnir af laxi. Jóhann Freyr með einn af löxunum sem þeir fenguMynd: Hrafn Haukson Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16. Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en þeir fengu 6 í Hrauni og 4 í Símastreng. Þeir fengu líka fiska í Árbæjarhyl, Heyvaði, Hundasteinum og Höfuðhyl. Þeir enduðu í 17 löxum og þarf af voru 7 yfir 70cm! Morgunvaktin gaf 9 laxa og sú seinni 8, það var jöfn taka yfir allan daginn og mikið af fiski að sýna sig. Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði
Elliðaárnar hafa verið vel sóttar á þessu veiðitímabili en þar er ennþá hægt að finna lausar stangir og þetta er ljómandi tími til að veiða ánna. Elliðaárnar eru aðeins veiddar á flugu og öllum laxi er sleppt en þessari breytingu fögnuðu margir sem töldu að of nærri væri gengið hrygningarstofninum í ánni á hverju ári. Það hefur verið fín laxgengd í ánna í sumar og það sést vel á efri svæðunum þar sem sumir veiðistsaðir eru vel setnir af laxi. Jóhann Freyr með einn af löxunum sem þeir fenguMynd: Hrafn Haukson Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16. Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en þeir fengu 6 í Hrauni og 4 í Símastreng. Þeir fengu líka fiska í Árbæjarhyl, Heyvaði, Hundasteinum og Höfuðhyl. Þeir enduðu í 17 löxum og þarf af voru 7 yfir 70cm! Morgunvaktin gaf 9 laxa og sú seinni 8, það var jöfn taka yfir allan daginn og mikið af fiski að sýna sig.
Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði