Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2020 08:30 Núna styttist í að vatnaveiðin fari á fullt í sumar og það stefnir í að þetta verði metsumar í veiði þar sem Íslendingar eiga eftir að vera á faraldsfæti innanlands í sumar. Það er fátt eins skemmtilegt fyrir unga sem aldna að fara saman í veiði og ná sér í silung á grillið. Þeir sem eru aldir upp við slíkar ferðir eiga hugljúfar minningar um fyrsta fiskinn og alla þá sem veiddust eftir það. Við búum í landi þar sem úrval og gnægð veiðivatna er slík að það er pláss fyrir alla og nóg af silung. Veiði þarf líka ekki að vera dýr. Veiðikortið hefur í mörg ár verið frábær kostur fyrir þá sem vilja vera duglegir í vatnaveiði og borga ansi hóflegt gjald fyrir aðgang að mörgum skemmtilegustu vötnum landsins. Vötnin sem eru meðal annars í Veiðikortinu eru Elliðavatn, Þjóðgarður Þingvallavatns, Vestmannsvatn, Haukadalsvatn, Hraunsfjörður, Urriðavatn, Þveit, Baulárvallavatn, Hólmavatn, Hrepavatn, Skriðuvatn og Vífilstaðavatn svo fá ein séu nefnd. Veiðivísir ætlar í samstarfi við Veiðikortið að gefa nokkur Veiðikort til lesenda Veiðivísis og við gerum það þannig að þeir sem eru ekki nýjir vinir Veiðivísis á Facebook geta farið inná síðuna okkar þar og sett svar undir status fyrir leikinn með því svari hvaða vatn er uppáhaldsvatnið þeirra. Þeir sem eru ekki vinir nú þegar þurfa bara að gera „like“ á síðuna og þá ertu kominn í pottinn. Við drögum í næstu viku og hlökkum til að sjá ykkur öll við bakkann á ykkar uppáhaldsvatni í sumar. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Núna styttist í að vatnaveiðin fari á fullt í sumar og það stefnir í að þetta verði metsumar í veiði þar sem Íslendingar eiga eftir að vera á faraldsfæti innanlands í sumar. Það er fátt eins skemmtilegt fyrir unga sem aldna að fara saman í veiði og ná sér í silung á grillið. Þeir sem eru aldir upp við slíkar ferðir eiga hugljúfar minningar um fyrsta fiskinn og alla þá sem veiddust eftir það. Við búum í landi þar sem úrval og gnægð veiðivatna er slík að það er pláss fyrir alla og nóg af silung. Veiði þarf líka ekki að vera dýr. Veiðikortið hefur í mörg ár verið frábær kostur fyrir þá sem vilja vera duglegir í vatnaveiði og borga ansi hóflegt gjald fyrir aðgang að mörgum skemmtilegustu vötnum landsins. Vötnin sem eru meðal annars í Veiðikortinu eru Elliðavatn, Þjóðgarður Þingvallavatns, Vestmannsvatn, Haukadalsvatn, Hraunsfjörður, Urriðavatn, Þveit, Baulárvallavatn, Hólmavatn, Hrepavatn, Skriðuvatn og Vífilstaðavatn svo fá ein séu nefnd. Veiðivísir ætlar í samstarfi við Veiðikortið að gefa nokkur Veiðikort til lesenda Veiðivísis og við gerum það þannig að þeir sem eru ekki nýjir vinir Veiðivísis á Facebook geta farið inná síðuna okkar þar og sett svar undir status fyrir leikinn með því svari hvaða vatn er uppáhaldsvatnið þeirra. Þeir sem eru ekki vinir nú þegar þurfa bara að gera „like“ á síðuna og þá ertu kominn í pottinn. Við drögum í næstu viku og hlökkum til að sjá ykkur öll við bakkann á ykkar uppáhaldsvatni í sumar.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði