Frábær veiði í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2020 10:08 Kristján Páll með stærðar birting úr Tungufljóti. Mynd: Fish Partner Birkir Már sem stóran birting úr TungufljótiMynd: Fish Partner Það virðist loksins vera að rofa til í aðstæðum á sjóbirtingsslóðum fyrir austan og veiðitölurnar eru rosalegar. Tungufljót hefur undanfarin ár verið eitt besta sjóbirtingssvæði landsins og ekki af ástæðulausu enda er veiðin þarna á vorin yfirleitt afskaplega góð og fiskarnir stórir. Það hafa verið erfiðar aðstæður undanfarið en það er loksins komið gott færi til að kasta flugu á svæðinu og veiðitölurnar bera þess klárlega merki. Kristján Páll Rafnsson og Birkir Már Harðarson hafa verið við veiðar þar síðan á miðvikudag og hafa þangað til í gærkvöldi landað 58 fiskum og misst helling. Mest hafa þeir verið að fá 60-70 sm fiska en sá stærsti sem hefur komið á land er 86 sm. Veiðin hefur verið mest í Flögubakka, Syðrihólma, Hellisnes og Gæfubakka. Það er frekar reiknað með að veiðin dragist vel inní maí þar sem hefur verið afar kalt fyrir austan og það seinkar því að birtingurinn gangi niður og það þýðir bara að það geta verið veisla framundan. Það eru Fish Partner sem eru með Tungufljót á leigu og lausar stangir má finna á vef þeirra. Stangveiði Mest lesið Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði
Birkir Már sem stóran birting úr TungufljótiMynd: Fish Partner Það virðist loksins vera að rofa til í aðstæðum á sjóbirtingsslóðum fyrir austan og veiðitölurnar eru rosalegar. Tungufljót hefur undanfarin ár verið eitt besta sjóbirtingssvæði landsins og ekki af ástæðulausu enda er veiðin þarna á vorin yfirleitt afskaplega góð og fiskarnir stórir. Það hafa verið erfiðar aðstæður undanfarið en það er loksins komið gott færi til að kasta flugu á svæðinu og veiðitölurnar bera þess klárlega merki. Kristján Páll Rafnsson og Birkir Már Harðarson hafa verið við veiðar þar síðan á miðvikudag og hafa þangað til í gærkvöldi landað 58 fiskum og misst helling. Mest hafa þeir verið að fá 60-70 sm fiska en sá stærsti sem hefur komið á land er 86 sm. Veiðin hefur verið mest í Flögubakka, Syðrihólma, Hellisnes og Gæfubakka. Það er frekar reiknað með að veiðin dragist vel inní maí þar sem hefur verið afar kalt fyrir austan og það seinkar því að birtingurinn gangi niður og það þýðir bara að það geta verið veisla framundan. Það eru Fish Partner sem eru með Tungufljót á leigu og lausar stangir má finna á vef þeirra.
Stangveiði Mest lesið Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði