Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2020 09:07 Vífilstaðavatn í fyrravor, nú er ís yfir stærstum hluta vatnsins Mynd: www.veidikortið.is Veiðitímabilið hófst í dag og þrátt fyrir að veðrið sé ekki beinlínis hliðhollt veiðimönnum þá láta menn það ekki stoppa sig. Við bíðum spennt eftir fréttum af fyrstu fiskum tímabilsins og það er eiginlega bara spurning hvaðan fyrstu fréttir koma. Eitt af þeim vötnum sem opnar 1. apríl er Vífilstaðavatn en það er ekki beinlínis veiðilegt eins og það er ísilegt í dag. Það skal þó engin segja að það sé fisklaust á svæðinu því þegar aðstæður voru kannaðar í morgun blasti við sjón sem er nokkuð algeng við vatnið í þessum aðstæðum. Affallið úr vatninu og lækurinn þar fyrir neðan er nefnilega fullur af fiski. Það er ekki óalgengt að þegar vatnið er ísilagt í lengri tíma að bleikjan gangi úr því niður í lækinn og leggjist þar í alla litlu hyljina sem eru efst í honum. Þegar ísa leysir fer þessi bleikja síðan upp í vatnið aftur og gerir það yfirleitt um leið og vatnið hlýnar um 1-2 gráður. Það er þess vegna alveg hægt að veiða við vatnið bara ekki í vatninu sjálfu. Líklega óþarfi að vera með flugustangir því lækurinn er ekki stór en það væri örugglega hægt að setja í nokkra með því að labba með maðk á floti á undan sér. Rétt er að minna áhugasama á að virða tveggja metra regluna á veiðisvæðum sem öðrum svæðum. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Veiðitímabilið hófst í dag og þrátt fyrir að veðrið sé ekki beinlínis hliðhollt veiðimönnum þá láta menn það ekki stoppa sig. Við bíðum spennt eftir fréttum af fyrstu fiskum tímabilsins og það er eiginlega bara spurning hvaðan fyrstu fréttir koma. Eitt af þeim vötnum sem opnar 1. apríl er Vífilstaðavatn en það er ekki beinlínis veiðilegt eins og það er ísilegt í dag. Það skal þó engin segja að það sé fisklaust á svæðinu því þegar aðstæður voru kannaðar í morgun blasti við sjón sem er nokkuð algeng við vatnið í þessum aðstæðum. Affallið úr vatninu og lækurinn þar fyrir neðan er nefnilega fullur af fiski. Það er ekki óalgengt að þegar vatnið er ísilagt í lengri tíma að bleikjan gangi úr því niður í lækinn og leggjist þar í alla litlu hyljina sem eru efst í honum. Þegar ísa leysir fer þessi bleikja síðan upp í vatnið aftur og gerir það yfirleitt um leið og vatnið hlýnar um 1-2 gráður. Það er þess vegna alveg hægt að veiða við vatnið bara ekki í vatninu sjálfu. Líklega óþarfi að vera með flugustangir því lækurinn er ekki stór en það væri örugglega hægt að setja í nokkra með því að labba með maðk á floti á undan sér. Rétt er að minna áhugasama á að virða tveggja metra regluna á veiðisvæðum sem öðrum svæðum.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði