30 fiska opnun í Húseyjakvísl Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2020 13:38 Það komu 30 fiskar á land við opnun í Húseyjakvísl Mynd: Húseyjakvísl FB Það eru að detta inn fréttir frá helstu sjóbirtingssvæðum en veiði hófst 1. apríl í heldur kuldalegum skilyrðum í flestum landshlutum. Þegar það detta inn góðir dagar í veðri á næstunni má fastlega gera ráð fyrir því að veiðitölur taki góðan kipp en það er ekki eins og fréttir af opnunum gefi það til kynna að veiðin sé búin að vera róleg, þvert á móti. Húseyjakvísl opnaði meðal annars á miðvikudaginn og þar fer veiði af stað með miklum látum en þar var 30 fiskum landað og er þetta er líflegasta opnunin þar í nokkur ár. Áin er eitt sterkasta vígi sjóbirtings á norðurlandi og þar eins og annars staðar fjölgar stórum fiskum jafnt og þétt eftir að sleppingar voru teknar upp sem og að fiskum fjölgar. Skilyrðin voru erfið en það var -5 gráður og töluvert rok en þrátt fyrir það var gott tökustuð á birtingnum. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Það eru að detta inn fréttir frá helstu sjóbirtingssvæðum en veiði hófst 1. apríl í heldur kuldalegum skilyrðum í flestum landshlutum. Þegar það detta inn góðir dagar í veðri á næstunni má fastlega gera ráð fyrir því að veiðitölur taki góðan kipp en það er ekki eins og fréttir af opnunum gefi það til kynna að veiðin sé búin að vera róleg, þvert á móti. Húseyjakvísl opnaði meðal annars á miðvikudaginn og þar fer veiði af stað með miklum látum en þar var 30 fiskum landað og er þetta er líflegasta opnunin þar í nokkur ár. Áin er eitt sterkasta vígi sjóbirtings á norðurlandi og þar eins og annars staðar fjölgar stórum fiskum jafnt og þétt eftir að sleppingar voru teknar upp sem og að fiskum fjölgar. Skilyrðin voru erfið en það var -5 gráður og töluvert rok en þrátt fyrir það var gott tökustuð á birtingnum.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Eystri Rangá komin í 2.050 laxa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði