Koeman segist aldrei gera það sem hann gerði samt einmitt með Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:00 Ronald Koeman keypti Gylfa Þór Sigurðsson til Everton haustið 2017. Getty/Tony McArdle Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn