Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2020 10:40 Adam og Lilianna með 92 sm laxinn úr Mýrarkvísl Mynd: Adam Lirio FB Það er alltaf gaman að fá veiðisögur af bökkum ánna og ekki leiðinlegt þegar sögurnar eru af stórlöxum sem heppnir veiðimenn hafa landað. Adam Lirio Fannarsson var nýlega við veiðar í Mýrarkvísl sem er einmitt sögusvið hinnar stórskemmtilegu myndar Síðasta Veiðiferðin en það er líklega nokkuð ljóst að Adam á eftir að fara í fleiri ferðir í þessa skemmtilegu á. Hann var við veiðar ásamt eiginkonu sinni Liliönnu Dariusdóttur og það er ekki hægt að segja annað en að þeim hafi gengið vel en meðal þess sem kom á land var gullfallegur 92 sm hængur. Veiðisöguna fengum við senda frá Adam og kunnum við honum þakkir fyrir að deila henni með okkur. Ég ákvað að bjóða konunni minni í veiðiferð og varð Mýrarkvísl fyrir valinu þar sem hún er ekki svo stór og hélt ég að hún hentaði vel fyrir okkur, en svo kom í ljós að áin er frekar erfið og krefjandi sér í lagi fyrir óvana og ákváðum við á endanum að taka leiðsögumann og sáum ekki eftir því. Þegar við komum á veiðisvæði tvö byrjuðu töfrarnir að gerast, þá sáum við slatta af laxi og fjörið að byrja. Við fórum í Stokkinn, aðkoman var frekar erfið þar sem þurfti að standa á klettasyllu í gljúfrinu og treysti konan mín sér hreinlega ekki til að byrja og því fór ég og byrjaði og strax í fyrsta kasti komu tveir laxar á eftir flugunni og þá spenntist maður allur upp en ég tók bara djúpt andann og kastaði aftur og í þriðja kasti sá ég þennan höfðingja koma upp úr djúpinu og galopna skoltinn þegar hann tók hana. Ég fann strax að þetta var rosalega þungur fiskur og var mjög erfitt að athafna sig, fyrst þurfti ég að fara upp og svo að klöngrast niður gljúfrið haldandi á stöng í annarri hendi. Hann þumbaðist bara allann tímann og sýndi sig lítið og ég var líka með frekar netta stöng fyrir línu sex. Eftir 50 mínútur var hann byrjaður að þreytast og nálgaðist okkur hratt en ákvað þá að taka eina roku enn í öfuga átt og niður ána og ekki kom annað til greina en að taka sprettinn á eftir honum góðan spöl og halda stönginni hátt. Á endanum sneri hann sér og náðum við að háfa hann ca. 500 metrum neðar og blasti þessi glæsilegi 92cm þykki höfðingi við okkur og meira að segja konan mín kolféll fyrir honum. Það var dásamleg tilfinning að landa svona risafiski, handleika hann og sleppa honum svo og fórum við heim mjög sátt við ferðina. Mýrarkvísl rokkar. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Það er alltaf gaman að fá veiðisögur af bökkum ánna og ekki leiðinlegt þegar sögurnar eru af stórlöxum sem heppnir veiðimenn hafa landað. Adam Lirio Fannarsson var nýlega við veiðar í Mýrarkvísl sem er einmitt sögusvið hinnar stórskemmtilegu myndar Síðasta Veiðiferðin en það er líklega nokkuð ljóst að Adam á eftir að fara í fleiri ferðir í þessa skemmtilegu á. Hann var við veiðar ásamt eiginkonu sinni Liliönnu Dariusdóttur og það er ekki hægt að segja annað en að þeim hafi gengið vel en meðal þess sem kom á land var gullfallegur 92 sm hængur. Veiðisöguna fengum við senda frá Adam og kunnum við honum þakkir fyrir að deila henni með okkur. Ég ákvað að bjóða konunni minni í veiðiferð og varð Mýrarkvísl fyrir valinu þar sem hún er ekki svo stór og hélt ég að hún hentaði vel fyrir okkur, en svo kom í ljós að áin er frekar erfið og krefjandi sér í lagi fyrir óvana og ákváðum við á endanum að taka leiðsögumann og sáum ekki eftir því. Þegar við komum á veiðisvæði tvö byrjuðu töfrarnir að gerast, þá sáum við slatta af laxi og fjörið að byrja. Við fórum í Stokkinn, aðkoman var frekar erfið þar sem þurfti að standa á klettasyllu í gljúfrinu og treysti konan mín sér hreinlega ekki til að byrja og því fór ég og byrjaði og strax í fyrsta kasti komu tveir laxar á eftir flugunni og þá spenntist maður allur upp en ég tók bara djúpt andann og kastaði aftur og í þriðja kasti sá ég þennan höfðingja koma upp úr djúpinu og galopna skoltinn þegar hann tók hana. Ég fann strax að þetta var rosalega þungur fiskur og var mjög erfitt að athafna sig, fyrst þurfti ég að fara upp og svo að klöngrast niður gljúfrið haldandi á stöng í annarri hendi. Hann þumbaðist bara allann tímann og sýndi sig lítið og ég var líka með frekar netta stöng fyrir línu sex. Eftir 50 mínútur var hann byrjaður að þreytast og nálgaðist okkur hratt en ákvað þá að taka eina roku enn í öfuga átt og niður ána og ekki kom annað til greina en að taka sprettinn á eftir honum góðan spöl og halda stönginni hátt. Á endanum sneri hann sér og náðum við að háfa hann ca. 500 metrum neðar og blasti þessi glæsilegi 92cm þykki höfðingi við okkur og meira að segja konan mín kolféll fyrir honum. Það var dásamleg tilfinning að landa svona risafiski, handleika hann og sleppa honum svo og fórum við heim mjög sátt við ferðina. Mýrarkvísl rokkar.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði