Vodafonedeildin fer aftur af stað 21. ágúst 2020 19:30 Vodafone deildin rafíþróttir Þann fyrsta september klukkan 19:15 hefst Vodafone deildin aftur í CS:GO þar sem átta bestu lið landsins etja kappi í Counter Strike : Global Offensive. Útsendingar verða á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi með þrem viðureignum á hverju kvöldi. Deildin mun spanna 14 umferðir spilaðar á sjö vikum og mun henni verða sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport. Þó nokkuð hefur verið hrist upp í liðunum og munum við fjalla betur um það á næstu dögum. En einnig hefur fyrirkomulagi deildarinnar verið gjörbreytt. Hver viðureign verður nú einungis eitt kort og hefur mótastjórn kynnt fyrirkomulag þar sem liðið sem spilar á heimavelli nýtur góðs af því. Þetta er leið sem hefur ekki verið farin áður í erlendu senunni né hér heima, en til að útskýra hana þá fengum við Halldór Már Kristmundsson sérfræðing í Vodafone deildinni. ,,Venjulega eru 7 kort í boði sem er keppt í og hefðbundið kerfi er að lið skiptast á að banna kort þangað til eitt eða þrjú kort eru eftir, fer eftir því hvort keppt er í bestur af þrem eða einu [bo3/bo1]. Þetta fyrirkomulag þýðir að lið hefur ekki þurft að vera gott í öllum kortunum, því þeir geta neitað kortum sem þeir jafnvel æfa ekki. En nú hefur mótastjórn ákveðið að ögra jafnvæginu og gefa liðinu sem á heimaleik talsvert mikið vald. Kerfið sem verður spilað eftir á þessu tímabili er þannig að gestirnir fá að banna eitt kort og svo velur liðið sem á heimavöllinn kort af þeim sex sem eru eftir. Þetta gefur heimaliðinu tækifæri til að draga gestina í kort sem þeir undir öðrum kringumstæðum myndu sjaldan spila og þar með búið til heimavallar forskot. Svo það mun þýða heilan helling hvort Fylkir mætir KR á útivelli eða heima. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna í þessu nýja kerfi. Þetta er ung keppnisgrein sem er enn í þróun.” Áhugavert mun vera að fylgjast með hvort breytingin hafi áhrif á undirbúning liða og jafn vel útkomu leikja. Spilaðar verða tvær umferðir í hverri viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Verður leikjunum sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport þar sem fyrsti leikurinn hefst kl 19:30. Ljóst er að um hörkuspennandi viðureignir er að ræða þar sem mikið er í húfi í hverjum leik. Vodafonedeildin í CS:GO verður skipuð eftirfarandi liðum og leikmönnum. KR: ofvirkur, kruzer, Thomsen, Miðgarðsormur og HundziÞór: snky, ADHD, Rean, aNdrehh, Zolo og BDSMHafið: dell1, allee, clvr, Tony, b0ndi, peter og s7ckoNe sem varamennXY esport: TripleG, kyro, xeri, Sveittur, brnr og bellamy sem varamaðurFylkir: lelillz, MonteLiciouz, vrz, Furious og skipiðExile: Jolli, Rec0, Múfasa, Zerq, Yumikoi og DúddiDusty: EddezeNNN, Bjarni, thorsteinnf, StebbiC0C0, fluff og RoNiN sem varamaðurGOAT: Eiki47, vikki, snær, Hugo og DOM Fylgstu með á vísir.is til að kynnast liðunum betur á næstu dögum. Rafíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn
Þann fyrsta september klukkan 19:15 hefst Vodafone deildin aftur í CS:GO þar sem átta bestu lið landsins etja kappi í Counter Strike : Global Offensive. Útsendingar verða á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi með þrem viðureignum á hverju kvöldi. Deildin mun spanna 14 umferðir spilaðar á sjö vikum og mun henni verða sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport. Þó nokkuð hefur verið hrist upp í liðunum og munum við fjalla betur um það á næstu dögum. En einnig hefur fyrirkomulagi deildarinnar verið gjörbreytt. Hver viðureign verður nú einungis eitt kort og hefur mótastjórn kynnt fyrirkomulag þar sem liðið sem spilar á heimavelli nýtur góðs af því. Þetta er leið sem hefur ekki verið farin áður í erlendu senunni né hér heima, en til að útskýra hana þá fengum við Halldór Már Kristmundsson sérfræðing í Vodafone deildinni. ,,Venjulega eru 7 kort í boði sem er keppt í og hefðbundið kerfi er að lið skiptast á að banna kort þangað til eitt eða þrjú kort eru eftir, fer eftir því hvort keppt er í bestur af þrem eða einu [bo3/bo1]. Þetta fyrirkomulag þýðir að lið hefur ekki þurft að vera gott í öllum kortunum, því þeir geta neitað kortum sem þeir jafnvel æfa ekki. En nú hefur mótastjórn ákveðið að ögra jafnvæginu og gefa liðinu sem á heimaleik talsvert mikið vald. Kerfið sem verður spilað eftir á þessu tímabili er þannig að gestirnir fá að banna eitt kort og svo velur liðið sem á heimavöllinn kort af þeim sex sem eru eftir. Þetta gefur heimaliðinu tækifæri til að draga gestina í kort sem þeir undir öðrum kringumstæðum myndu sjaldan spila og þar með búið til heimavallar forskot. Svo það mun þýða heilan helling hvort Fylkir mætir KR á útivelli eða heima. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna í þessu nýja kerfi. Þetta er ung keppnisgrein sem er enn í þróun.” Áhugavert mun vera að fylgjast með hvort breytingin hafi áhrif á undirbúning liða og jafn vel útkomu leikja. Spilaðar verða tvær umferðir í hverri viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Verður leikjunum sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport þar sem fyrsti leikurinn hefst kl 19:30. Ljóst er að um hörkuspennandi viðureignir er að ræða þar sem mikið er í húfi í hverjum leik. Vodafonedeildin í CS:GO verður skipuð eftirfarandi liðum og leikmönnum. KR: ofvirkur, kruzer, Thomsen, Miðgarðsormur og HundziÞór: snky, ADHD, Rean, aNdrehh, Zolo og BDSMHafið: dell1, allee, clvr, Tony, b0ndi, peter og s7ckoNe sem varamennXY esport: TripleG, kyro, xeri, Sveittur, brnr og bellamy sem varamaðurFylkir: lelillz, MonteLiciouz, vrz, Furious og skipiðExile: Jolli, Rec0, Múfasa, Zerq, Yumikoi og DúddiDusty: EddezeNNN, Bjarni, thorsteinnf, StebbiC0C0, fluff og RoNiN sem varamaðurGOAT: Eiki47, vikki, snær, Hugo og DOM Fylgstu með á vísir.is til að kynnast liðunum betur á næstu dögum.
Rafíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn