Tónlist

Ráðlagður vikuskammtur af heitustu danstónlistinni

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
partyzone

Helgi Már, Kristján Helgi og Símon FKNHNDSM stýra PartyZone, sem er stundum kallaður Dansþáttur þjóðarinnar. Þættirnir fagna bráðlega 30 ára afmæli og hafa þeir verið á dagskrá á ýmsum útvarpsstöðvum í gegnum tíðina.

Nú hefst nýr kafli í sögu þáttanna þar sem þeir birtast sem hlaðvarp á Vísi á föstudagsmorgnum, „svo hlustendur geti fengið ráðlagðan vikuskammt af heitustu danstónlistinni áður helgin hefst fyrir alvöru,“ eins og þáttastjórnendur orða það.

Auk þess að spila helstu dansgólfstrylla hverrar stundar eru þeir með dagskrárliðinn múmía kvöldsins, þar sem rifjaðir eru upp klassískir dansslagarar.

Í fyrsta þættinum í þessu nýja formi kynna PartyZone menn Topp 30 lista fyrir júlí og ágúst. Múmía kvöldsins er svo topplag ágústlistans árið 2000, 20 ára gamall slagari.

Þáttinn má heyra hér að ofan en einnig í helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-síðu þáttarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.