Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2020 09:50 Nýjar veiðitölur voru birtar að fullu í gær. Mynd: KL Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru komnar í hús í gær og það er engin breyting á sætaskipan ánna og veiðin á svipuðu róli og hún hefur verið. Mest var veiðin eins og í allt sumar í Eystri Rangá en síðasta vika skilaði 834 löxum á land og er þá áinn komin í 5.421 lax og með þessu áframhaldi nær hún 6.000 um eða rétt eftir helgi haldist aðstæður góðar. Aðrar ár sem áttu yfir 100 laxa viku voru til dæmis Affallið en veiðin þar er búin að vera fantagóð á aðeins fjórar stangir en vikan skilaði 184 löxum. Ytri Rangá var með 150 laxa, Selá með 120 laxa, Haffjarðará með 102 laxa, Hofsá með 114 laxa, Jökla með 121 lax en veiðin þar er búin að vera mjög góð en því miður er stutt í yfirfall. Aðeins fjórar laxveiðiár eru komnar yfir 1.000 laxa en þær eru Eyrti Rangá, Ytri Rangá, Miðfjarðará og Affallið. Aðrar ár sem eru nú engu síður líklegar til að ná þessu eru til dæmis Urriðafoss, Selá í Vopnafirði, Haffjarðará, Hofsá og kannski Þverá Kjarrá. Aðrar ár eru líka líklega en þessar eru í það minnsta næst því. Vel flestar árnar eru komnar yfir veiðitölur síðasta sumars og einhverjar af þeim eiga haustveiðina eftir sem oft getur verið mjög drjúg. Listann í heild sinni má finna hér. Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru komnar í hús í gær og það er engin breyting á sætaskipan ánna og veiðin á svipuðu róli og hún hefur verið. Mest var veiðin eins og í allt sumar í Eystri Rangá en síðasta vika skilaði 834 löxum á land og er þá áinn komin í 5.421 lax og með þessu áframhaldi nær hún 6.000 um eða rétt eftir helgi haldist aðstæður góðar. Aðrar ár sem áttu yfir 100 laxa viku voru til dæmis Affallið en veiðin þar er búin að vera fantagóð á aðeins fjórar stangir en vikan skilaði 184 löxum. Ytri Rangá var með 150 laxa, Selá með 120 laxa, Haffjarðará með 102 laxa, Hofsá með 114 laxa, Jökla með 121 lax en veiðin þar er búin að vera mjög góð en því miður er stutt í yfirfall. Aðeins fjórar laxveiðiár eru komnar yfir 1.000 laxa en þær eru Eyrti Rangá, Ytri Rangá, Miðfjarðará og Affallið. Aðrar ár sem eru nú engu síður líklegar til að ná þessu eru til dæmis Urriðafoss, Selá í Vopnafirði, Haffjarðará, Hofsá og kannski Þverá Kjarrá. Aðrar ár eru líka líklega en þessar eru í það minnsta næst því. Vel flestar árnar eru komnar yfir veiðitölur síðasta sumars og einhverjar af þeim eiga haustveiðina eftir sem oft getur verið mjög drjúg. Listann í heild sinni má finna hér.
Stangveiði Mest lesið Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði