Níu manna rafbíll frá Mercedes-Benz með 421 km drægi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. mars 2020 07:00 Hinn nýi Mercedes-Benz eVito. Vísir/Askja Nýr og breyttur Mercedes-Benz eVito Tourer var frumsýndur í síðustu viku og var að vonum mikil spenna fyrir frumsýningunni á þessum vinsæla atvinnubíl sem verður nú fáanlegur sem rafbíll. Hinn nýi og rafmagnaði eVito Tourer er hreinn rafbíll og með engan útblástur. Hann er með allt að 421 km drægni á rafmagninu. Rafhlaðan skilar 150 kW eða 204 hestöflum og togið er alls 362 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á innan við 45 mínútum. Bíllinn er með pláss fyrir níu farþega, auk bílstjóra. Bíllinn býður upp á mikil þægindi fyrir farþega sem einnig njóta góðs af tæknivæddu umhverfi innanrýmisins. Bíllinn hefur breyst talsvert í útliti bæði að innan og utan. Framhluti bílsins er með nýrri hönnun og innanrýmið er nokkuð breytt, m.a. með nýju sætisáklæði. Nýi bíllinn er mjög tæknivæddur en hann er m.a. í boði með stafrænni myndavél í stað aftur spegils sem sýnir allt sem er fyrir aftan bílinn.Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar m.a. með nýjustu tækni af AIRMATIC loftpúðafjöðrun. Aksturs- og öryggisbúnaður bílsins er eins og best verður á kosið m.a. með DISTRONIC búnaðinum sem er hraðatengdur fjarlægðarskynjari. Þá er bíllinn búinn nýjasta Active Brake Assist búnaði. Nýr Vito atvinnubíll er einnig í boði með fjögurra sílindra dísilvél. Lúxusgerð bílsins er einnig væntanleg í sumar í EQV útfærslu sem er byggð á hinum gríðarvinsæla V-Class sem er mjög vinsæll hér á landi. Vito hefur verið mjög vinsæll atvinnubíll og þriðja kynslóð bílsins hefur selst í rúmlega 508 þúsund eintökum á heimsvísu síðan hún kom á markað haustið 2014. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Vitoria á Spáni. Bílar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Nýr og breyttur Mercedes-Benz eVito Tourer var frumsýndur í síðustu viku og var að vonum mikil spenna fyrir frumsýningunni á þessum vinsæla atvinnubíl sem verður nú fáanlegur sem rafbíll. Hinn nýi og rafmagnaði eVito Tourer er hreinn rafbíll og með engan útblástur. Hann er með allt að 421 km drægni á rafmagninu. Rafhlaðan skilar 150 kW eða 204 hestöflum og togið er alls 362 Nm. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% á innan við 45 mínútum. Bíllinn er með pláss fyrir níu farþega, auk bílstjóra. Bíllinn býður upp á mikil þægindi fyrir farþega sem einnig njóta góðs af tæknivæddu umhverfi innanrýmisins. Bíllinn hefur breyst talsvert í útliti bæði að innan og utan. Framhluti bílsins er með nýrri hönnun og innanrýmið er nokkuð breytt, m.a. með nýju sætisáklæði. Nýi bíllinn er mjög tæknivæddur en hann er m.a. í boði með stafrænni myndavél í stað aftur spegils sem sýnir allt sem er fyrir aftan bílinn.Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar m.a. með nýjustu tækni af AIRMATIC loftpúðafjöðrun. Aksturs- og öryggisbúnaður bílsins er eins og best verður á kosið m.a. með DISTRONIC búnaðinum sem er hraðatengdur fjarlægðarskynjari. Þá er bíllinn búinn nýjasta Active Brake Assist búnaði. Nýr Vito atvinnubíll er einnig í boði með fjögurra sílindra dísilvél. Lúxusgerð bílsins er einnig væntanleg í sumar í EQV útfærslu sem er byggð á hinum gríðarvinsæla V-Class sem er mjög vinsæll hér á landi. Vito hefur verið mjög vinsæll atvinnubíll og þriðja kynslóð bílsins hefur selst í rúmlega 508 þúsund eintökum á heimsvísu síðan hún kom á markað haustið 2014. Bíllinn er framleiddur í verksmiðju Mercedes-Benz í Vitoria á Spáni.
Bílar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent