Stendur einn eftir sem Sturla Atlas og syngur á íslensku Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. mars 2020 15:44 Sigurbjartur Sturla Atlason er á bak við verkefnið Sturla Atlas. sturla atlas Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan. Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ný fjögurra laga skífa frá Sturla Atlas sem ber titilinn Paranoia leit dagsins ljós í morgun. Í gær kom jafnframt út myndband fyrir lagið Hvert sem er, sem er fyrsti síngúll plötunnar. Sigurbjartur Sturla Atlason segir útgáfuna að einhverju leyti marka tvenns konar tímamót. Annars vegar að hann færi sig yfir á íslensku í textagerð, og hins vegar að hann standi meira og minna einn eftir á bak við nafnið Sturla Atlas. Áður höfðu allir textar Sturlu verið á ensku og nafnið frekar táknað einhvers konar kollektív, sem Logi Pedro Stefánsson og Jóhann Kristófer Stefánsson voru einnig hluti af. Nýju plötuna vann Sigurbjartur mestmegnis með Ísleifi Eldi en einnig kom Baldvin Hlynsson að gerð nokkurra lag. Una Schram syngur svo bakraddir á plötunni. Spegla sig í gömlu myndefni Hugmyndin á bak við myndbandið nýja er að litið sé yfir farinn veg verkefnisins á myndrænan hátt. „Það er verið að rifja upp gamalt myndefni, gömul móment, gamla tíma,“ segir Sigurbjartur. Mikið af sjónrænu efni hafi verið unnið fyrir verkefnið í gegnum tíðina. „Það er verið að taka það allt saman. Við erum að leika okkur með það í vídjóinu. Við erum í hlutlausu rými sem lúkkar eins og það gæti verið listasafn.“ Þau spegli sig svo í myndefninu og velti því fyrir sér. Það er bara ég Að fráskildum nokkrum smáskífum eða sínglum er þetta fyrsta útgáfan sem kemur frá Sturla Atlas þar sem nafnið táknar í raun bara Sigurbjart. „Það er bara ég. Náttúrulega þegar við byrjuðum á sínum tíma, fyrir svona 5 árum, þá voru fleiri að syngja í því.“ Þá á hann við Loga Pedro og Jóhann Kristófer, eða Joey Christ. „Joey er náttúrulega búinn að gera sitt eigið. Logi gaf út sína plötu í fyrra eða hittífyrra. Við erum enn þá kollektív, en Sturla Atlas er bara ég,“ segir Sigurbjartur. Greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu Þetta er einnig fyrsta útgáfan þar sem textar Sturlu eru á íslensku. Sigurbjarti hafði lengi langað að færa sig úr enskunni yfir á móðurmálið, hann hafi skuldað sér að prófa það. Plötuumslag Paranoia. „Ég enduruppgötvaði það að semja og það flæddi einhvern veginn út. Að vissu leyti verður tjáningin skýrari og einhvern veginn dýpri af því maður kemst lengra á móðurmálinu. Maður getur verið nákvæmari í því sem maður er að segja og sömuleiðis byrjar maður að segja nýja hluti. Bara með því að taka svona stóra ákvörðun, að skipta um tungumál.“ Hann hafi alltaf reynt að vera persónulegur og einlægur í textagerð sinni en íslenskan hjálpi til. „Það er greiðari aðgangur að því að vera persónulegur á móðurmálinu, það er náttúrulegra.“ Að syngja á ensku hafi ekki beint verið úthugsað upprunalega. „Það var ekki eins og það væri stærsti faktorinn í þessu. Meira svona „Hei ókei, við ætlum að hafa þetta á ensku. Ókei, gerum það“.“ Bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér „Þegar þetta var allt saman að koma saman, þá var rauði þráðurinn kannski bæði leit að sjálfum sér og flótti frá sjálfum sér. Það er eitthvað smá ástand sem algjörlega togar mann í sitthvora áttina,“ segir Sigurbjartur að lokum, spurður út í titil plötunnar. „Við getum ekki flúið frá okkur sjálfum.“ Hlusta má á Paranoia í heild sinni á Spotify hér að neðan.
Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira