Óttast að tíu milljónir barna hætti alveg í skóla fyrir árslok Heimsljós 18. ágúst 2020 14:00 Gunnisal „Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“ Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má hér í heild. Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent
„Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“ Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má hér í heild. Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent