Óttast að tíu milljónir barna hætti alveg í skóla fyrir árslok Heimsljós 18. ágúst 2020 14:00 Gunnisal „Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“ Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má hér í heild. Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent
„Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“ Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má hér í heild. Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent