Afríka: Börn í hermennsku tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum Heimsljós kynnir 10. febrúar 2020 14:00 Save the Children Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 samkvæmt tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: Silence the Guns. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – UN Children and Armed Conflict Annual Reports – og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður. Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins. Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu á síðasta ári út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: Stop the War on Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 samkvæmt tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: Silence the Guns. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – UN Children and Armed Conflict Annual Reports – og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður. Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins. Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu á síðasta ári út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: Stop the War on Children. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent