Fyrsta tilkynningin frá Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Alltaf mikið stuð á Airwaves. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE) Airwaves Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)
Airwaves Mest lesið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira