Fyrsta tilkynningin frá Iceland Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Alltaf mikið stuð á Airwaves. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE) Airwaves Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur 4. - 7. nóvember næstkomandi og er komin út fyrsta tilkynning frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Iceland Airwaves er árleg uppskeruhátíð íslenskrar tónlistar þar sem rótgrónar íslenskar og erlendar hljómsveitir koma fram ásamt nýjum íslenskum listamönnum og úrvali af ferskustu erlendum böndum heims, frá öllum heimshornum. Alþjóðlegu listamennirnir sem koma fram í ár eru meðal annars hin ástralska Courtney Barnett sem kemur fram tvö kvöld í Fríkirkjunni, ein á sviði. Black Pumas eru eitt heitasta nafnið í dag og hafa selt upp túrinn sinn víðsvegar um Evrópu og Bandaríkin og hlutu tilnefningu til Grammy verðlauna sem besta nýja hljómsveitin. Breska bandið Metronomy hefur verið vinsælt í rúman áratug og eru þekkt fyrir að vera einir skemmtilegustu flytjendurnir í dag. Íslensku böndin í ár eru meðal annars Eurosonic MME verðlaunahafarnir Daughters of Reykjavik, Benni Hemm Hemm kemur fram í fyrsta sinn í mörg ár og einnig Sin Fang. Júníus Meyvant kemur tvisvar sinnum fram á hátíðinni, annars vegar með hljómsveitinni sinni og hins vegar einn á sviði. Indí rokkið verður fyrirferðamikið hátíðinni í ár en böndin Squid, Dry Cleaning, The Murder Capital, BSÍ og Pale Moon eru öll á hraðri uppleið hér- og erlendis. Framtíðarpoppið mætir líka en K.óla, , Kiryama Family, Tami T, gugusar, Dorian Electra og Lynks Afrikka koma fram. Elton John sjálfur segir að Lynks Afrikka sé eitt besta bandið ársins 2020, Tami T hefur lengi unnið og túrað með Fever Ray og gugusar er ein yngsta og efnilegasta raftónlistarkona Íslands. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem kynntir voru inn á hátíðina í dag: ADHD // Andavald // Andy Svarthol // Benni Hemm Hemm // Black Pumas (US) // BSÍ // Chlobocop (UK) // Courtney Barnett (solo) (AU) // Daughters of Reykjavík // dj. flugvél og geimskip // Dorian Electra (US) // Dry Cleaning (UK) // Erika de Casier (DK) // GRÓA // gugusar // Halldór Eldjárn // Júníus Meyvant // Kiriyama Family // K.óla // Krummi // Lynks Afrikka (UK) // Metronomy (UK) // MSEA // Myrkvi // omotrack // Oyama // Pale Moon // Sólveig Matthildur // S.hel // Sin Fang // Sinmara // Squid (UK) // Tami T (DE) // The Murder Capital (IE)
Airwaves Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira