Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Heimsljós kynnir 13. febrúar 2020 13:00 Átta ára drengur í Idlib, Sýrlandi sem slasaðist á fæti og maga í sprengjuárás á húsið hans. Fjölskylda hans lagðist á flótta eftir árásina og býr núna í flóttamannabúðum í Idlib. Ljósmynd: Save the Children Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. Um 415 milljónir barna búa á átakasvæðum, þar af 149 milljónir þar sem mikil átök eiga sér stað. Líkurnar á því að börn sem búa á átakasvæðum verði drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð, hefur aldrei verið meiri, að mati samtakanna. Skýrslan – War on Children 2020: Gender Matters – var birt í tengslum við öryggisráðstefnu sem haldin er í Munchen um næstu helgi, dagana 14. til 19. febrúar, þar sem leiðtogar heims koma saman til að ræða alþjóðleg öryggismál. Skýrslan inniheldur meðal annars kerfisbundna greiningu á því hvernig alvarlegt ofbeldi á börnum á átakasvæðum hefur ólík áhrif á stúlkur og drengi. Stúlkur verða fyrir töluvert meira kynferðisofbeldi á átakasvæðum en drengir, en níu af hverjum tíu börnum sem beitt eru kynferðisofbeldi eru stúlkur, en aðeins 1,5% drengir. Í 11% tilvika var kyn ekki skráð. Sómalía og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eru hættulegustu svæðin fyrir stúlkur. „Fjöldi barna sem eru drepin eða særð á átakasvæðum hækkar með hverju árinu. Drengir eru mun líklegri til þess að verða drepnir eða limlestir en af öllum staðfestum tilvikum um dráp og limlestingar voru drengir í 44% tilfella, stúlkur í 17% tilfella en í 39% tilfella var kyn ekki skráð,“ segir í frétt Barnaheilla. Samtökin telja að eina leiðin til að stöðva stríð gegn börnum sé að ríkisstjórnir og aðrir aðilar hrindi í framkvæmd aðgerðaáætlunum til að takast á við þjáningar barna. Einnig telja samtökin nauðsynlegt að framlög verði aukin en Inger Ashing framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Save the Children segir nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að binda enda á þjáningar barna. ,,Það er ótrúlegt að heimurinn standi hjá meðan börnum er ógnað. Síðan 2005 hafa að minnsta kosti 95,000 börn verið drepin, tugþúsundum barna rænt og milljónum barna verið neitað um aðgengi að menntun eða heilbrigðisþjónustu. Greining okkar sýnir að drengir og stúlkur á átakasvæðum þjást með ólíkum hætti og til að mæta sérstökum þörfum þeirra er nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að veita þeim hjálp og endurreisa framtíð þeirra,“ segir Inger Ashing.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. Um 415 milljónir barna búa á átakasvæðum, þar af 149 milljónir þar sem mikil átök eiga sér stað. Líkurnar á því að börn sem búa á átakasvæðum verði drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð, hefur aldrei verið meiri, að mati samtakanna. Skýrslan – War on Children 2020: Gender Matters – var birt í tengslum við öryggisráðstefnu sem haldin er í Munchen um næstu helgi, dagana 14. til 19. febrúar, þar sem leiðtogar heims koma saman til að ræða alþjóðleg öryggismál. Skýrslan inniheldur meðal annars kerfisbundna greiningu á því hvernig alvarlegt ofbeldi á börnum á átakasvæðum hefur ólík áhrif á stúlkur og drengi. Stúlkur verða fyrir töluvert meira kynferðisofbeldi á átakasvæðum en drengir, en níu af hverjum tíu börnum sem beitt eru kynferðisofbeldi eru stúlkur, en aðeins 1,5% drengir. Í 11% tilvika var kyn ekki skráð. Sómalía og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eru hættulegustu svæðin fyrir stúlkur. „Fjöldi barna sem eru drepin eða særð á átakasvæðum hækkar með hverju árinu. Drengir eru mun líklegri til þess að verða drepnir eða limlestir en af öllum staðfestum tilvikum um dráp og limlestingar voru drengir í 44% tilfella, stúlkur í 17% tilfella en í 39% tilfella var kyn ekki skráð,“ segir í frétt Barnaheilla. Samtökin telja að eina leiðin til að stöðva stríð gegn börnum sé að ríkisstjórnir og aðrir aðilar hrindi í framkvæmd aðgerðaáætlunum til að takast á við þjáningar barna. Einnig telja samtökin nauðsynlegt að framlög verði aukin en Inger Ashing framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Save the Children segir nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að binda enda á þjáningar barna. ,,Það er ótrúlegt að heimurinn standi hjá meðan börnum er ógnað. Síðan 2005 hafa að minnsta kosti 95,000 börn verið drepin, tugþúsundum barna rænt og milljónum barna verið neitað um aðgengi að menntun eða heilbrigðisþjónustu. Greining okkar sýnir að drengir og stúlkur á átakasvæðum þjást með ólíkum hætti og til að mæta sérstökum þörfum þeirra er nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að veita þeim hjálp og endurreisa framtíð þeirra,“ segir Inger Ashing.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent