Fótbolti

„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið ein­vígið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robertson í leiknum í kvöld.
Robertson í leiknum í kvöld. vísir/getty

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, segir að Liverpool sé enn inni í einvíginu gegn Atletico Madrid þrátt fyrir 1-0 tap í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Hornið skoppaði út um allt og þetta var tæpt en þetta var ekki rangstaða. Við gáfum þeim besta mögulega byrjun sem völ var á og stuðningsmennirnir voru á bakvið þá,“ sagði Robertson við BT eftir leikinn.

„Við spiluðum góðan leik og við vitum að við getum gert betur. Við höfum síðari leikinn til að bæta úr þessu.“







„Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu sigrað einvígið eftir leikinn. Þeir eru að koma á Anfield og við vitum að stuðningsmennirnir okkar verða með okkur þá,“ sagði Skotinn.

Síðari leikur liðanna fer fram 11. mars á Anfield.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×