Hugmyndin er að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2020 16:30 Heiða Björg mætir með sex manna sveit til landsins síðar í mánuðinum. Tónlistakona, tónskáldið og músikþerapistinn Heiða Björg Jóhannsdóttir hefur verið búsett erlendis núna í 16 ár, þar af 11 ár í París og 5 ár í Marokkó. „Ég alltaf eitthvað að bardúsast, að gera minn hlut í að gera heiminn betri, og er því að prodúsera viðburð sem ég kalla Sound of Sharing,“ segir Heiða sem mun standa fyrir slíkum viðburði í Gamla Bíó 14. febrúar næstkomandi á sjálfan Valentínusardaginn. „Ég byrjaði með festivalið Sound of Sharing í Marokkó. Hugmyndin er einfaldlega sú að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju, opna sig og gefa af sér á einhvern hátt. Hverjir tónleikar eru í raun sjálfstæðir og aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni. Það myndaðist svo yndislega falleg stemming, að ég ákvað að halda áfram með það í Frakklandi og nú á Íslandi.“ Dýrt verkefni Hún segir það mjög dýrt að koma með hópinn til landsins. „Reikningsdæmið með að koma með sex manna hljómsveit til Íslands, án þess að vera stórstjarna, gengur í raun ekki upp. Flugmiðarnir eru of dýrir og ekki jafnmikið um styrki eins og síðast þegar að við komum. Markmiðið er að vitaskuld ekki að koma út mínus, en það er eitthvað sem hvetur mig til þess að láta þetta ganga upp. Sú hvatning kemur að mörgu leiti frá því að, peningurinn sem að ég set í þetta eru launin mín er ég var ráðin í vinnu sem blaðamaður og fulltrúi Íslands fyrir kvikmyndina Woman eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Yann Arthus Bertrand sem gerði til að mynda heimildarmyndirnar Home og Human. Það var ein magnaðasta vinna sem að ég hef nokkurn tímann upplifað.“ Heiða útskýrir viðburðinn betur: „Í stuttu máli að þá kem ég með hljómsveitina Heiða Björg & the Kaos og Archibald (upphitun) til landsins frá París dagana 9.-16. febrúar fyrir þessa tónleika. Þetta verður í sjöunda sinn sem Heiða Björg & the Kaos kemur til landsins en ég sá þrisvar um tónleikum á Nasa 2008-2010, við fullan sal. Það sýndi mér að Íslendingar eru opnir og áhugasamir fyrir nýrri og fjörugri tónlist sem er auðvitað mjög hvetjandi og ein af ástæðunum sem hvetur mig til að koma aftur til Íslands, þrátt fyrir þrefalda hækkun á flugi.“ Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistakona, tónskáldið og músikþerapistinn Heiða Björg Jóhannsdóttir hefur verið búsett erlendis núna í 16 ár, þar af 11 ár í París og 5 ár í Marokkó. „Ég alltaf eitthvað að bardúsast, að gera minn hlut í að gera heiminn betri, og er því að prodúsera viðburð sem ég kalla Sound of Sharing,“ segir Heiða sem mun standa fyrir slíkum viðburði í Gamla Bíó 14. febrúar næstkomandi á sjálfan Valentínusardaginn. „Ég byrjaði með festivalið Sound of Sharing í Marokkó. Hugmyndin er einfaldlega sú að sameina falleg hjörtu sem þrá að kynnast einhverju nýju, opna sig og gefa af sér á einhvern hátt. Hverjir tónleikar eru í raun sjálfstæðir og aðlaga sig að aðstæðum hverju sinni. Það myndaðist svo yndislega falleg stemming, að ég ákvað að halda áfram með það í Frakklandi og nú á Íslandi.“ Dýrt verkefni Hún segir það mjög dýrt að koma með hópinn til landsins. „Reikningsdæmið með að koma með sex manna hljómsveit til Íslands, án þess að vera stórstjarna, gengur í raun ekki upp. Flugmiðarnir eru of dýrir og ekki jafnmikið um styrki eins og síðast þegar að við komum. Markmiðið er að vitaskuld ekki að koma út mínus, en það er eitthvað sem hvetur mig til þess að láta þetta ganga upp. Sú hvatning kemur að mörgu leiti frá því að, peningurinn sem að ég set í þetta eru launin mín er ég var ráðin í vinnu sem blaðamaður og fulltrúi Íslands fyrir kvikmyndina Woman eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Yann Arthus Bertrand sem gerði til að mynda heimildarmyndirnar Home og Human. Það var ein magnaðasta vinna sem að ég hef nokkurn tímann upplifað.“ Heiða útskýrir viðburðinn betur: „Í stuttu máli að þá kem ég með hljómsveitina Heiða Björg & the Kaos og Archibald (upphitun) til landsins frá París dagana 9.-16. febrúar fyrir þessa tónleika. Þetta verður í sjöunda sinn sem Heiða Björg & the Kaos kemur til landsins en ég sá þrisvar um tónleikum á Nasa 2008-2010, við fullan sal. Það sýndi mér að Íslendingar eru opnir og áhugasamir fyrir nýrri og fjörugri tónlist sem er auðvitað mjög hvetjandi og ein af ástæðunum sem hvetur mig til að koma aftur til Íslands, þrátt fyrir þrefalda hækkun á flugi.“
Tónlist Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira