Töluvert af sjóbirting við Hraun í Ölfusi Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2020 10:12 Sjóbirtingur Hraun í Ölfusi er alls ekki erfitt svæði að veiða og ef það er veitt rétt má gera fína veiði þarna á réttum tíma dags. Fyrir þau sem hafa ekki veitt þarna þá er þetta veiðisvæðið við ósa Ölfusár og það er veitt við báða bakkana. Mest er veiðin frá brú og um það bil næstu 300-400 metra í sandfjörunni til vesturs en veiðin við austurbakkann getur líka verið drjúg. Þarna var lengi til siðs að eina veiðiaðferðin væri sú að kasta út beitu eða spúna en málið er að þetta er líka frábært svæði til að æfa sig á fluguna. Sjóbirtingurinn tekur flugu mjög verl þarna og hann er heldur ekki að taka mjög langt frá landi. Lykilatriðið er að nota línu með annað hvort sökkenda eða hægsökkvandi línu. Taumurinn þarf alls ekki að vera langur ef þú ert með sökkenda, það er nóg að hann sé 50-60 sm og á endanum á að fara þyngd fluga. Þyngdar Sunray, Snælda, Skógá og aðrar litríkar túpur hafa verið að gefa vel og besti tími dagsins er 3 tíma frá háflóði og á liggjandanum. Þverkastaðu vel til að línan og flugan nái að sökkva vel og láttu bara reka en ekki taka línuna upp fyrr en hún er komin næstum því alveg upp við land. Þessa dagana hefur verið að veiðast ágætlega af 1-2 punda sjóbirting en inn á milli hafa stærri verið að veiðast líka. Þarna er auðvelt að vera með krakka og láta þau spúna með svartan Toby, Lippu og Reflex eða bara einhverja bjarta spúna. Hafðu samt eitt í huga að veiðin er ekki alltaf jöfn og góð, það koma alveg dagar þar sem ekkert gerist á sama hátt og þú getur átt von á veiðiveislu þegar vel gengur. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Hraun í Ölfusi er alls ekki erfitt svæði að veiða og ef það er veitt rétt má gera fína veiði þarna á réttum tíma dags. Fyrir þau sem hafa ekki veitt þarna þá er þetta veiðisvæðið við ósa Ölfusár og það er veitt við báða bakkana. Mest er veiðin frá brú og um það bil næstu 300-400 metra í sandfjörunni til vesturs en veiðin við austurbakkann getur líka verið drjúg. Þarna var lengi til siðs að eina veiðiaðferðin væri sú að kasta út beitu eða spúna en málið er að þetta er líka frábært svæði til að æfa sig á fluguna. Sjóbirtingurinn tekur flugu mjög verl þarna og hann er heldur ekki að taka mjög langt frá landi. Lykilatriðið er að nota línu með annað hvort sökkenda eða hægsökkvandi línu. Taumurinn þarf alls ekki að vera langur ef þú ert með sökkenda, það er nóg að hann sé 50-60 sm og á endanum á að fara þyngd fluga. Þyngdar Sunray, Snælda, Skógá og aðrar litríkar túpur hafa verið að gefa vel og besti tími dagsins er 3 tíma frá háflóði og á liggjandanum. Þverkastaðu vel til að línan og flugan nái að sökkva vel og láttu bara reka en ekki taka línuna upp fyrr en hún er komin næstum því alveg upp við land. Þessa dagana hefur verið að veiðast ágætlega af 1-2 punda sjóbirting en inn á milli hafa stærri verið að veiðast líka. Þarna er auðvelt að vera með krakka og láta þau spúna með svartan Toby, Lippu og Reflex eða bara einhverja bjarta spúna. Hafðu samt eitt í huga að veiðin er ekki alltaf jöfn og góð, það koma alveg dagar þar sem ekkert gerist á sama hátt og þú getur átt von á veiðiveislu þegar vel gengur.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði