Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 80-76 | Stólarnir í þriðja sætið Jóhann Ingi Sigmarsson skrifar 2. febrúar 2020 22:45 Tindastóll hefur unnið tvo leiki í röð. Vísir/Bára Það var úrslitakeppnisfílingur í Síkinu í kvöld þegar heimamenn og KR mættust. Bæði lið með 20 stig fyrir leikinn og hver sigur núna dýrmætur í keppninni um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir að KR var yfir allan fyrsta leikhluta unnu Stólarnir sig inn í leikinn í þeim öðrum og leiddu með einu stigi í hálfleik. Dæmið hafði snúist við fyrir síðasta fjórðung þegar KR var fjórum stigum yfir. Heimamenn sigu svo fram úr síðustu tvær mínútur leiksins og unnu að lokum 80-76 sigur sem setur þá tveimur stigum fyrir ofan KR í deildinni. Stigahæstu menn í kvöld skoruðu allir 16 stig, sama í hvoru liðinu þeir voru. Hjá Tindastóli voru það Deremy Geiger og Sinisa Bilic sem að auki var með 8 fráköst. Hinu megin var það Brynjar Þór Björnsson. Siðan komu Craion og Jón Arnór með 11 stig og þá var Kristófer Acox með 12 fráköst. Með þessum sigri fer Tindastóll í 22 stig í deildinni og er nú jafn Haukum sem unnu í kvöld. Þessi lið mætast einmitt í næstu umferð. KR situr eftir með 20 stig og ef Njarðvík vinnur sinn leik sinn á morgun þá jafna þeir KR. KR byrjaði af krafti í kvöld og þá sérstaklega Brynjar Þór sem skoraði hverja þriggja körfuna á eftir annarri. Kannaðist eitthvað við þær frá síðasta vetri. Stólarnir áttu í erfiðleikum í sókninni og það var ekki fyrr en tók að líða á fyrsta leikhlutann sem sóknin fór að virka. Það var helst fyrir tilstuðlan fyrirliða þeirra Helga Rafns sem kom með meiri kraft á báðum endum vallarins. Gestirnir náðu aftur vopnum sínum í byrjun annars leikhluta og náðu muninum í 11 stig í stöðunni 22-33 og tæpar 13 mínútur búnar. Þá skelltu Stólanir í lás í vörninni, hleyptu aðeins niður 6 stigum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á meðan þeir smátt og smátt söxuðu niður forskotið. Fór svo að þeir komust yfir í síðustu sókn sinni í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi 40-39 í hálfleik. Heimamenn héngu á forskotinu mest allan þriðja leikhluta, en gestirnir voru þó komnir yfir þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan 60-64. Nokkur hiti var kominn í leikinn og töluvert um stympingar milli manna enda mikið í húfi. Útlit var fyrir þrælspennandi síðustu 10 mínúturnar. KR varði forskotið sitt lengstum í fjórða leikhluta. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 70-71 fyrir KR. Í næstu sókn Tindastóls skoraði Geiger tvö stig og kom Stólunum einu stigi yfir. Brynjar Þór klikkaði á þristi og Perkovic bætti við tveimur stigum fyrir heimamenn. Þennan mun náði KR aldrei að vinna upp þrátt fyrir miklar tilraunir í restina. Þeir sendu Stólana ótt og títt á vítalínuna sem stóðust þá pressu og unnu að lokum fjögurra stiga sigur 80-76. Mikil barátta var í leiknum í kvöld og nokkur harkaleg brot áttu sér stað milli liðanna og voru þær ófáar ferðirnar sem dómarnir þurftu að gera sér að sjónvarpsskjánum til að skera úr þeim. Enginn var þó sendur í snemmbúna sturtu að þessu sinni.Af hverju vann Tindastóll? Varnarleikur heimamanna tikkaði á réttum tímum í leiknum, í lok annars og fjórða leikhluta. Þeir héldu KR í 12 stigum í loka leikhlutanum. Síðan voru flestir að skila einhverju í sókninni og hittni Tindastóls var betri en KR.Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að taka einn leikmann út úr leiknum í kvöld. Bæði lið skiluðu góðri liðsheild og skoruðu til að mynda allir átta leikmenn KR sem spiluðu í kvöld. Þrír leikmenn liðanna voru stigahæstir með 16 stig hver, þeir Geiger og Bilic hjá Tindastóli og Brynjar Þór fyrir KR. Kristófer reif síðan niður 12 fráköst í kvöld. Síðan er kannski gaman að minnast á það að Tindastólsliðið var 14 stig í plús þær tæpu 18 mínútur sem Viðar Ágústsson lék í kvöld.Hvað gekk illa? Ef það á taka eitthvað eitt út þá er það sóknin hjá KR. Þeir áttu kafla í leiknum þar sem þeir fundu fá svör við varnarleik heimamanna og það varð þeim dýrkeypt undir restina þegar Stólarnir tryggðu sér sigurinn. Þá náði Dino Cinac sér ekki á strik fyrir gestina og hitti aðeins úr einu skoti af ellefu utan af velli.Hvað gerist næst? KR er að fara inn í erfiða leiki, meðal annars gegn Stjörnunni og Keflavík, en það er einmitt næsti leikur þeirra fyrir þriggja vikna fríið í febrúar. Tindastóll á annan toppslag næsta fimmtudag gegn Haukum á útivelli þar sem barist verður um þriðja sætið í deildinni. Dominos-deild karla
Það var úrslitakeppnisfílingur í Síkinu í kvöld þegar heimamenn og KR mættust. Bæði lið með 20 stig fyrir leikinn og hver sigur núna dýrmætur í keppninni um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir að KR var yfir allan fyrsta leikhluta unnu Stólarnir sig inn í leikinn í þeim öðrum og leiddu með einu stigi í hálfleik. Dæmið hafði snúist við fyrir síðasta fjórðung þegar KR var fjórum stigum yfir. Heimamenn sigu svo fram úr síðustu tvær mínútur leiksins og unnu að lokum 80-76 sigur sem setur þá tveimur stigum fyrir ofan KR í deildinni. Stigahæstu menn í kvöld skoruðu allir 16 stig, sama í hvoru liðinu þeir voru. Hjá Tindastóli voru það Deremy Geiger og Sinisa Bilic sem að auki var með 8 fráköst. Hinu megin var það Brynjar Þór Björnsson. Siðan komu Craion og Jón Arnór með 11 stig og þá var Kristófer Acox með 12 fráköst. Með þessum sigri fer Tindastóll í 22 stig í deildinni og er nú jafn Haukum sem unnu í kvöld. Þessi lið mætast einmitt í næstu umferð. KR situr eftir með 20 stig og ef Njarðvík vinnur sinn leik sinn á morgun þá jafna þeir KR. KR byrjaði af krafti í kvöld og þá sérstaklega Brynjar Þór sem skoraði hverja þriggja körfuna á eftir annarri. Kannaðist eitthvað við þær frá síðasta vetri. Stólarnir áttu í erfiðleikum í sókninni og það var ekki fyrr en tók að líða á fyrsta leikhlutann sem sóknin fór að virka. Það var helst fyrir tilstuðlan fyrirliða þeirra Helga Rafns sem kom með meiri kraft á báðum endum vallarins. Gestirnir náðu aftur vopnum sínum í byrjun annars leikhluta og náðu muninum í 11 stig í stöðunni 22-33 og tæpar 13 mínútur búnar. Þá skelltu Stólanir í lás í vörninni, hleyptu aðeins niður 6 stigum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á meðan þeir smátt og smátt söxuðu niður forskotið. Fór svo að þeir komust yfir í síðustu sókn sinni í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi 40-39 í hálfleik. Heimamenn héngu á forskotinu mest allan þriðja leikhluta, en gestirnir voru þó komnir yfir þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan 60-64. Nokkur hiti var kominn í leikinn og töluvert um stympingar milli manna enda mikið í húfi. Útlit var fyrir þrælspennandi síðustu 10 mínúturnar. KR varði forskotið sitt lengstum í fjórða leikhluta. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka var staðan 70-71 fyrir KR. Í næstu sókn Tindastóls skoraði Geiger tvö stig og kom Stólunum einu stigi yfir. Brynjar Þór klikkaði á þristi og Perkovic bætti við tveimur stigum fyrir heimamenn. Þennan mun náði KR aldrei að vinna upp þrátt fyrir miklar tilraunir í restina. Þeir sendu Stólana ótt og títt á vítalínuna sem stóðust þá pressu og unnu að lokum fjögurra stiga sigur 80-76. Mikil barátta var í leiknum í kvöld og nokkur harkaleg brot áttu sér stað milli liðanna og voru þær ófáar ferðirnar sem dómarnir þurftu að gera sér að sjónvarpsskjánum til að skera úr þeim. Enginn var þó sendur í snemmbúna sturtu að þessu sinni.Af hverju vann Tindastóll? Varnarleikur heimamanna tikkaði á réttum tímum í leiknum, í lok annars og fjórða leikhluta. Þeir héldu KR í 12 stigum í loka leikhlutanum. Síðan voru flestir að skila einhverju í sókninni og hittni Tindastóls var betri en KR.Hverjir stóðu uppúr? Það er erfitt að taka einn leikmann út úr leiknum í kvöld. Bæði lið skiluðu góðri liðsheild og skoruðu til að mynda allir átta leikmenn KR sem spiluðu í kvöld. Þrír leikmenn liðanna voru stigahæstir með 16 stig hver, þeir Geiger og Bilic hjá Tindastóli og Brynjar Þór fyrir KR. Kristófer reif síðan niður 12 fráköst í kvöld. Síðan er kannski gaman að minnast á það að Tindastólsliðið var 14 stig í plús þær tæpu 18 mínútur sem Viðar Ágústsson lék í kvöld.Hvað gekk illa? Ef það á taka eitthvað eitt út þá er það sóknin hjá KR. Þeir áttu kafla í leiknum þar sem þeir fundu fá svör við varnarleik heimamanna og það varð þeim dýrkeypt undir restina þegar Stólarnir tryggðu sér sigurinn. Þá náði Dino Cinac sér ekki á strik fyrir gestina og hitti aðeins úr einu skoti af ellefu utan af velli.Hvað gerist næst? KR er að fara inn í erfiða leiki, meðal annars gegn Stjörnunni og Keflavík, en það er einmitt næsti leikur þeirra fyrir þriggja vikna fríið í febrúar. Tindastóll á annan toppslag næsta fimmtudag gegn Haukum á útivelli þar sem barist verður um þriðja sætið í deildinni.