Tónlist

Hatari sendir frá sér nýtt tónlistarmyndband

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Einar Stefánsson, trommari Hatara, er meðal þeirra sem birtast í nýja myndbandinu.
Einar Stefánsson, trommari Hatara, er meðal þeirra sem birtast í nýja myndbandinu. Vísir/Getty

Raftónlistarsveitin Hatari, sem gerði garðinn frægan á síðasta ári, með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins, og í kjölfarið Eurovision, hefur sent frá sér nýtt lag og tónlistarmyndband.

Lagið, sem ber heitið Engin Miskunn, er fyrsta lagið á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Neyslutrans.

Óhætt er að segja að efnið sem sveitin gefur frá sér sé öðruvísi en margt annað sem íslenskir tónlistarunnendur eiga að venjast, bæði hvað varðar lagasmíð, texta og myndbönd, en myndbandið við Engin Miskunn má sjá hjér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×