Variety fjallar um þáttaraðir sem Baldvin Z framleiðir með Stöð 2 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2020 07:00 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. Þar er fjallað um þrjár af fjórum þáttaröðum sem hann vinnur að fyrir Stöð 2. Um er að ræða þættina Svörtu sandar sem er glæpasería um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton, Baldvin Z og Andra Óttarsson. Serían verður leikstýrð af Baldvini Z og fara Aldís Amah Hamilton, Þorsteinn Bachmann, Þorvaldur Davíð og Steinunn Ólína meðal annars með hlutverk í þáttunum. Þættirnir Vegferðin er sex þátta sería sem verður hefur göngu sína á Stöð 2 fyrir næstu jól. Um er að ræða þætti þar sem íslensk og ensk tunga mun hljóma en Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með hlutverk í þáttunum. Þeir fjalla um ferðalag þeirra tveggja um Ísland og leikstýrir Baldvin Z þáttunum. Svörtu Sandar og Magaluf.Stöð 2 Einnig er talað um þættina Eurogarðurinn sem er átta þátta gamansería sem hann framleiðir með Arnóri Pálma Arnarssyni. Þættirnir gerast í Húsdýragarðinum og verða frumsýndir í september á þessu ári. Í grein Variety vantar eina seríu sem Stöð 2 mun sýna og framleidd af Andra Ómarssyni, Herði Rúnarssyni og Abby Haflíða. Þáttaröðin er eftir Ragnar Bragason, Snjólaugu Lúðvíksdóttir og leikstýrð af Magnúsi Leifsyni. Hún heitir Magaluf og á að fara í tökur síðar á þessu ári. Þetta eru grátbroslegir þættir sem gerast í kringum 1979 þegar diskótímabilið var í hámarki, skemmtistaðurinn Hollywood var í blóma og fólk streymdi til Mallorca í þriggja vikna sumarfrí. Þættirnir fjalla um ungan diskótekara sem gerist fararstjóri í Íslendingaferð til Mallorca svo hann geti elt æskuástina þangað. Þættirnir eru allir framleiddir af fyrirtækinu Glassriver. Menning Svörtu sandar Tengdar fréttir Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. Þar er fjallað um þrjár af fjórum þáttaröðum sem hann vinnur að fyrir Stöð 2. Um er að ræða þættina Svörtu sandar sem er glæpasería um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton, Baldvin Z og Andra Óttarsson. Serían verður leikstýrð af Baldvini Z og fara Aldís Amah Hamilton, Þorsteinn Bachmann, Þorvaldur Davíð og Steinunn Ólína meðal annars með hlutverk í þáttunum. Þættirnir Vegferðin er sex þátta sería sem verður hefur göngu sína á Stöð 2 fyrir næstu jól. Um er að ræða þætti þar sem íslensk og ensk tunga mun hljóma en Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með hlutverk í þáttunum. Þeir fjalla um ferðalag þeirra tveggja um Ísland og leikstýrir Baldvin Z þáttunum. Svörtu Sandar og Magaluf.Stöð 2 Einnig er talað um þættina Eurogarðurinn sem er átta þátta gamansería sem hann framleiðir með Arnóri Pálma Arnarssyni. Þættirnir gerast í Húsdýragarðinum og verða frumsýndir í september á þessu ári. Í grein Variety vantar eina seríu sem Stöð 2 mun sýna og framleidd af Andra Ómarssyni, Herði Rúnarssyni og Abby Haflíða. Þáttaröðin er eftir Ragnar Bragason, Snjólaugu Lúðvíksdóttir og leikstýrð af Magnúsi Leifsyni. Hún heitir Magaluf og á að fara í tökur síðar á þessu ári. Þetta eru grátbroslegir þættir sem gerast í kringum 1979 þegar diskótímabilið var í hámarki, skemmtistaðurinn Hollywood var í blóma og fólk streymdi til Mallorca í þriggja vikna sumarfrí. Þættirnir fjalla um ungan diskótekara sem gerist fararstjóri í Íslendingaferð til Mallorca svo hann geti elt æskuástina þangað. Þættirnir eru allir framleiddir af fyrirtækinu Glassriver.
Menning Svörtu sandar Tengdar fréttir Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30