Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 14:30 Hildur kemur enn til greina til Óskarsverðlauna en greint verður frá tilnefningum 13. janúar. mynd / Timothèe Lambrecq Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Grapevine. „Ég fann mikla breytingu eftir #metoo byltinguna. Tónlistariðnaðurinn er miklu meðvitaðri um skort á framlagi kvenna til kvikmyndatónlistar og tölurnar tala sínu máli,“ sagði Hildur í viðtali við Reykjavík Grapevine þegar rætt var við hana aðeins tveimur dögum áður en hún hlaut gullhnöttinn eftirsótta. „Ég held samt að besta leiðin til þess að breyta þessu sé að mæta í vinnuna og sýna þannig gott fordæmi,“ sagði hún svo um ótrúlega velgengni síðasta árs, en viðtalið má lesa í heild sinni í tímariti Reykjavík Grapevine eða á vefsíðu tímaritsins, grapevine.is en þar segist hún meðal annars ætla að hvíla sig á kvikmyndatónlist að sinni og að hún hyggi á samstarf með Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. Hatarar með lag ársins Þá fengu Hatari verðlaun fyrir besta lag ársins, hið umdeilda framlagi Íslendinga til Eurovision, Hatrið mun sigra. K.óla, sem prýðir forsíðu tímaritsins, fær sérstaka viðurkenningu í flokki sem kallast á íslensku, „Það sem þú ættir að hafa heyrt“ (e. you should have heard this). Hún gaf út plötuna Allt Verður Alltílæ sem vakti umtalsverða athygli á síðasta ári og kom henni rækilega á tónlistarkortið. Þungarokkshljómsveitin Une Misère hlaut viðurkenningu fyrir bestu plötu ársins, Sermon, en hljómsveitin hefur náð eftirtektarverðum alþjóðlegum árangri á sviði þungarokksins. Þá fékk raftónlistarmaðurinn Bjarki [Rúnar Sigurðsson] og leikstjórarnir Daníel Heimisson og Baldvin Vernharðsson viðurkenningu fyrir besta íslenska myndbandið í ár við lagið ANA5 af plötu Bjarka, Happy Earthday. Klippa: Bjarki - ANa5 Heilluðu Robert Smith upp úr skónum Myrkrarokkararnir í Kælan Mikla fengu svo viðurkenningu fyrir bestu tónleikaframmistöðuna á árinu, sem var vægast sagt einstök og heilluðu þær meðal annars forsprakka The Cure, Robert Smith, upp úr skónum sem bauð þeim að spila á tónleikum með sveitinni sem og á listahátíð í Bandaríkjunum þar sem stórsveitir eins og Pixies og Deftones spiluðu einnig. Hip-hop hugmyndafræðingarnir í RA:TIO fengu viðurkenningu í flokknum, „Sveitir sem þú ættir að fylgjast með“ (e. one to watch) en þeir hafa átt farsælt samstarf með landsfrægum popplistamönnum eins og GDRN, nýstirninu Unu Schram og partýsveitinni ClubDub. Að lokum var hvatningaverðlaunum Reykjavík Grapevine (e. Shout out) deilt á milli tónlistarundursins Halldórs Eldjárn sem fangaði tungllendinguna í tónlistarformi, og listahópsins Post-dreifingu sem annaðist umgjörð tónlistarhátíðarinnar „Hátíðni“ síðasta sumar. Alls fengu níu listamenn verðlaun hjá tímaritinu í átta flokkum en í dómnefnd voru Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri ÚTÓN, Anna Gyða Sigurgísladóttir útvarpskona á RÚV, Geoffrey Huntington-Williams, einn af eigendum Priksins og stofnendum plötuútgáfunnar Sticky, Maria-Carmela Raso tónlistarhaldari og listamaður auk menningarblaðamanna Reykjavík Grapevine, Hannah Jane Cohen og Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay. Verðlaunin verða afhent formlega 17. janúar á Röntgen klukkan 21. Hildur Guðnadóttir Menning MeToo Tengdar fréttir Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Grapevine. „Ég fann mikla breytingu eftir #metoo byltinguna. Tónlistariðnaðurinn er miklu meðvitaðri um skort á framlagi kvenna til kvikmyndatónlistar og tölurnar tala sínu máli,“ sagði Hildur í viðtali við Reykjavík Grapevine þegar rætt var við hana aðeins tveimur dögum áður en hún hlaut gullhnöttinn eftirsótta. „Ég held samt að besta leiðin til þess að breyta þessu sé að mæta í vinnuna og sýna þannig gott fordæmi,“ sagði hún svo um ótrúlega velgengni síðasta árs, en viðtalið má lesa í heild sinni í tímariti Reykjavík Grapevine eða á vefsíðu tímaritsins, grapevine.is en þar segist hún meðal annars ætla að hvíla sig á kvikmyndatónlist að sinni og að hún hyggi á samstarf með Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. Hatarar með lag ársins Þá fengu Hatari verðlaun fyrir besta lag ársins, hið umdeilda framlagi Íslendinga til Eurovision, Hatrið mun sigra. K.óla, sem prýðir forsíðu tímaritsins, fær sérstaka viðurkenningu í flokki sem kallast á íslensku, „Það sem þú ættir að hafa heyrt“ (e. you should have heard this). Hún gaf út plötuna Allt Verður Alltílæ sem vakti umtalsverða athygli á síðasta ári og kom henni rækilega á tónlistarkortið. Þungarokkshljómsveitin Une Misère hlaut viðurkenningu fyrir bestu plötu ársins, Sermon, en hljómsveitin hefur náð eftirtektarverðum alþjóðlegum árangri á sviði þungarokksins. Þá fékk raftónlistarmaðurinn Bjarki [Rúnar Sigurðsson] og leikstjórarnir Daníel Heimisson og Baldvin Vernharðsson viðurkenningu fyrir besta íslenska myndbandið í ár við lagið ANA5 af plötu Bjarka, Happy Earthday. Klippa: Bjarki - ANa5 Heilluðu Robert Smith upp úr skónum Myrkrarokkararnir í Kælan Mikla fengu svo viðurkenningu fyrir bestu tónleikaframmistöðuna á árinu, sem var vægast sagt einstök og heilluðu þær meðal annars forsprakka The Cure, Robert Smith, upp úr skónum sem bauð þeim að spila á tónleikum með sveitinni sem og á listahátíð í Bandaríkjunum þar sem stórsveitir eins og Pixies og Deftones spiluðu einnig. Hip-hop hugmyndafræðingarnir í RA:TIO fengu viðurkenningu í flokknum, „Sveitir sem þú ættir að fylgjast með“ (e. one to watch) en þeir hafa átt farsælt samstarf með landsfrægum popplistamönnum eins og GDRN, nýstirninu Unu Schram og partýsveitinni ClubDub. Að lokum var hvatningaverðlaunum Reykjavík Grapevine (e. Shout out) deilt á milli tónlistarundursins Halldórs Eldjárn sem fangaði tungllendinguna í tónlistarformi, og listahópsins Post-dreifingu sem annaðist umgjörð tónlistarhátíðarinnar „Hátíðni“ síðasta sumar. Alls fengu níu listamenn verðlaun hjá tímaritinu í átta flokkum en í dómnefnd voru Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður og framkvæmdastjóri ÚTÓN, Anna Gyða Sigurgísladóttir útvarpskona á RÚV, Geoffrey Huntington-Williams, einn af eigendum Priksins og stofnendum plötuútgáfunnar Sticky, Maria-Carmela Raso tónlistarhaldari og listamaður auk menningarblaðamanna Reykjavík Grapevine, Hannah Jane Cohen og Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay. Verðlaunin verða afhent formlega 17. janúar á Röntgen klukkan 21.
Hildur Guðnadóttir Menning MeToo Tengdar fréttir Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Sigurvegararnir á Golden Globe Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Los Angeles í nótt. 6. janúar 2020 08:24
Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02
Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Emmy-verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðruð á Kjarvalsstöðum í dag. 2. janúar 2020 17:15
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 10:30
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30