Fisker Ocean mun hafa feiknamikið afl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2020 07:00 Fisker Ocean. Vísir/Fisker Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker. Bílar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Fisker hefur nú gefið út tölur yfir frammistöðu nýjustu afurðar sinnar, Ocean. Jepplingurinn mun fara úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst á innan við þremur sekúndum, það er öflugasta útgáfan. Grunnútgáfan af Ocean mun hafa 300 hestöfl og fjórhjóladrif. Afltölur fyrir öflugustu útgáfuna verða ekki gefnar út fyrr en á næsta ári. Ocean á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni. Rafhlöðurnar eru 80kWh. Innréttingin er samsett úr endurunnum efnum sem tekin eru úr hafinu. Þá eru engar dýraafurðir notaðar í innréttinguna, Ocean er því vegan bíll. Annars er skottið 566 lítrar, þakbogar og mikið er um skjái í innra rýminu. Þá hefur Ocean upp á að bjóða California-stillingu sem þýðir að með einum takka er hægt að opna alla gluggana utan framrúðunnar. „Við hlökkum til að deila meira af upplýsingum um Fiker Ocean með heiminum innan skamms,“ sagði Henrik Fisker, yfirmaður Fisker.
Bílar Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent