Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi árið 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2020 14:30 Robert Downey jr. og Chris Evans í Avengers: Endgame. Lokamyndin með Avengers (Endgame) var lang tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum en hún halaði inn rúmar 92 milljónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd kvikmyndahúsanna síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frísk, félag réttafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Samtals sáu rúmlega 66 þúsund manns myndina. Önnur tekjuhæsta kvikmyndin var The Lion King og voru tekjur af henni tæplega 80 milljónir en hana sáu tæp 68 þúsund manns, sem gerir hana að aðsóknarmestu kvikmyndinni á árinu 2019. Þriðja tekjuhæsta kvikmyndin var svo Joker með rúmar 72 milljónir í tekjur og tæplega 51.700 gesti. Á árinu 2019 voru því þrjár kvikmyndir þar sem gestir voru yfir 50 þúsund. Athygli vekur að einungis ein íslensk kvikmynd ratar inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndirnar en það var kvikmyndin Agnes Joy sem var með rúmlega 19,7 milljónir í tekjur og rúmlega 12 þúsund gesti. Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu, sem er sami fjöldi og árið áður (2018), en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68% frá árinu á undan. Heildartekjur af íslenskum verkum voru 76 milljónir samanborið við tæpar 240 milljónir árið 2018. Fækkun á íslenskar myndir Tæp 54 þúsund manns keyptu sig inn á íslensk verk samanborið við 164 þúsund árið 2018. Hér munar mest um gott gengi kvikmyndanna Lof mér að falla og Víti í Vestmannaeyjum, sem sýndar voru á árinu 2018. Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er því einungis 4,8%, sem er það lægsta síðan 2015. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.580.370.576 kr., sem er 12% lækkun frá árinu á undan. 1.267.298 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu og er það um þrjár og hálf bíóferð á hvert mannsbarn í landinu. Eins og undanfarin ár voru bandarískar kvikmyndir fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum og runnu 91% af tekjum af gestum til þeirra, sem er ívið hærra en á árinu á undan þegar hlutfall bandarískra kvikmynda var rúm 84%. Ekki er ólíklegt að dræmt gengi íslenskra kvikmynda hafi hér áhrif. Þá stóð miðaverð í stað en það var 1.247 kr. á árinu 2019, sem er einungis 0,3% hækkun á meðalverði ársins 2018 (kr. 1.242). Þegar horft er til alþjóðlegra markaða þá var aðsókn í kvikmyndahús góð og samkvæmt Comscore var síðasta ár það tekjuhæsta í kvikmyndahúsum í sögunni. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2019 má sjá hér að neðan. Þess má geta að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lokamyndin með Avengers (Endgame) var lang tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum en hún halaði inn rúmar 92 milljónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd kvikmyndahúsanna síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frísk, félag réttafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Samtals sáu rúmlega 66 þúsund manns myndina. Önnur tekjuhæsta kvikmyndin var The Lion King og voru tekjur af henni tæplega 80 milljónir en hana sáu tæp 68 þúsund manns, sem gerir hana að aðsóknarmestu kvikmyndinni á árinu 2019. Þriðja tekjuhæsta kvikmyndin var svo Joker með rúmar 72 milljónir í tekjur og tæplega 51.700 gesti. Á árinu 2019 voru því þrjár kvikmyndir þar sem gestir voru yfir 50 þúsund. Athygli vekur að einungis ein íslensk kvikmynd ratar inn á listann yfir 20 tekjuhæstu kvikmyndirnar en það var kvikmyndin Agnes Joy sem var með rúmlega 19,7 milljónir í tekjur og rúmlega 12 þúsund gesti. Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu, sem er sami fjöldi og árið áður (2018), en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68% frá árinu á undan. Heildartekjur af íslenskum verkum voru 76 milljónir samanborið við tæpar 240 milljónir árið 2018. Fækkun á íslenskar myndir Tæp 54 þúsund manns keyptu sig inn á íslensk verk samanborið við 164 þúsund árið 2018. Hér munar mest um gott gengi kvikmyndanna Lof mér að falla og Víti í Vestmannaeyjum, sem sýndar voru á árinu 2018. Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er því einungis 4,8%, sem er það lægsta síðan 2015. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.580.370.576 kr., sem er 12% lækkun frá árinu á undan. 1.267.298 manns lögðu leið sína í kvikmyndahús á árinu og er það um þrjár og hálf bíóferð á hvert mannsbarn í landinu. Eins og undanfarin ár voru bandarískar kvikmyndir fyrirferðarmiklar í kvikmyndahúsum og runnu 91% af tekjum af gestum til þeirra, sem er ívið hærra en á árinu á undan þegar hlutfall bandarískra kvikmynda var rúm 84%. Ekki er ólíklegt að dræmt gengi íslenskra kvikmynda hafi hér áhrif. Þá stóð miðaverð í stað en það var 1.247 kr. á árinu 2019, sem er einungis 0,3% hækkun á meðalverði ársins 2018 (kr. 1.242). Þegar horft er til alþjóðlegra markaða þá var aðsókn í kvikmyndahús góð og samkvæmt Comscore var síðasta ár það tekjuhæsta í kvikmyndahúsum í sögunni. Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2019 má sjá hér að neðan. Þess má geta að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira