Hættir að tala fyrir Apú í Simpson-fjölskyldunni Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 11:20 Stytta af persónu Apú úr Simpson-fjölskyldunni. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Hank Azaria ætlar að hætta að talsetja indverska kjörbúðareigandann Apú í þáttunum um Simpson-fjölskylduna sem hann hefur gert undanfarin þrjátíu ár. Ekki liggur fyrir hvort annar leikari verður fenginn í staðinn eða hvort persónan hverfi úr þáttunum. Azaria talar fyrir fjölda persóna í þáttunum, þar á meðal vertinn Moe, lögreglustjórann Wiggum og eiganda teiknimyndasagnabúðar. Nú segir hann að hann tali ekki framar fyrir Apú Nahasapeemapetilon, eiganda kjörbúðarinnar Kwik-E-Mart. „Það eina sem ég veit er að ég geri ekki röddina lengur nema við finnum einhverja leið til að breyta henni eða eitthvað,“ segir Azaria. Aðstandendur þáttanna hafi verið sammála um ákvörðunina, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Persóna Apú hefur sætt nokkurri gagnrýni á undanförnum árum þar sem hún er talin ýta undir staðalmyndir af Indverjum. Azaria er sjálfur hvítur. Eftir að Hari Kondabolu, bandarískur grínisti af indverskum ættum, gerði heimildarmynd um Apú og sagði persónuna byggða á rasískri staðalmynd árið 2017 sagðist Azaria tilbúinn að leggja persónuna á hilluna. Kondabolu sagði í mynd sinni „Vandamálið með Apú“ að í æsku hafi Apú verið eina persónan frá Suður-Asíu í bandarísku sjónvarpi. Önnur börn hafi hermt eftir Apú til að gera grín að Kondabolu. Azaria sagð að honum hafi þótt miður „persónulega og faglega“ að fólk hafi verið jaðarsett vegna Apú. Hank Azaria talar fyrir margar ástsælar persónur í þáttunum um Simpson-fjölskylduna.Vísir/EPA
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira