Væntanlegt í bíó: „Bíósumarið“ loksins að hefjast Heiðar Sumarliðason skrifar 16. ágúst 2020 13:46 Loksins kemur Tenet í bíó. Sumarið er tíminn, söng Bubbi, en kvikmyndahúsaeigendur syngja einmitt sama söng, því þá gefur Hollywood út allar sínar stærstu og metnaðarfyllstu myndir og mestir aurar koma í kassann. Því miður fyrir þá eyðilagði kórónaveiran veisluna þetta sumarið og hafa áhorfendur því verið sveltir, og aðeins fengið mylsnu. Nú horfir til betri vegar, því stórmyndin Tenet mun renna á vaðið eftir rúma viku þegar hún verður frumsýnd í sjálfsagt öllum bíósölum borgarinnar (enda má aðeins selja í hluta þeirra sæta sem eru í boði). Þetta er frábærar fréttir fyrir bíóþyrsta landsmenn. Tenet er þó ekki eina myndin sem er væntanleg á næstunni, en hér gefur að líta yfirferð yfir það helsta. Þó ber að geta þess að Mulan mun ekki koma í kvikmyndahús hér á landi, þar sem Disney+ streymisveitan er væntanleg hingað á næstunni, en hægt verður að leigja myndina þar. Harry Potter-maraþon Sambíóanna. Sambíóin hafa verið dugleg að sýna eldri myndir í Covid-krísunni, t.a.m. The Shining, Inception og The Matrix. Harry Potter er næstur á dagskrá, en nú þegar eru þrjár myndir um töframanninn unga komnar í bíó og restin væntanleg á næstu dögum. Því er um að gera fyrir þá aðdáendur Potters sem hafa aldrei séð myndirnar á hvíta tjaldinu að skella sér, sem og þá sem vilja upplifa ævintýrið aftur. Myndirnar urðu átta talsins og voru sýndar á árunum 2001 til 2011. Tenet. 26. ágúst. Tenet er nýjasta kvikmynd breska leikstjórans Christophers Nolans, sem að vinnur hér með tíma og rúm, líkt og svo oft áður. Kvikmynd hans Memento var sögð afturábak, í Inception var farið inn í drauma fólks og í Interstellar var flogið í gegnum ormagöng. Mikið púður hefur farið í að halda söguþræði Tenet leyndum, það sem er vitað er að hún fjallar um mann sem á að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina með því að eiga við flæði tímans. John David Washington og Robert Pattison ræða málin í Tenet. Talandi um að fikta við tímalínur, þá átti myndin upprunalega að koma út 17. júlí sl. Útgáfu hennar var seinkað um rúman mánuð vegna kórónavírusins, en á tímabili var allt eins útlit fyrir að henni yrði seinkað enn meira. Útgefandi myndarinnar, Warner Bros, áttaði sig hins vegar á að erfitt er að giska á þróun veirunnar, því hefur verið ákveðið að gefa hana út á þeim svæðum sem kvikmyndahús eru opin. Hún kemur t.a.m. ekki út í Bandaríkjunum fyrr en í september. Bill & Ted Face the Music. 28. ágúst. Þriðja myndin um Bill S. Preston Esquire og Ted ‘’Theodore’’ Logan er væntanleg í kvikmyndahús í lok mánaðar, en sú fyrsta kom út árið 1989 (Bill & Ted's Excellent Adventure). Hún rataði hins vegar hvorki í bíó né á myndbandaleigur á Íslandi, þó var á einstaka leigu hægt að finna hana í ótextaða rekkanum. Mynd númer tvö rak þó á fjörur okkar (Bill and Ted´s Bogus Journey) og var sýnd í Háskólabíói snemma árs 1992. Það voru svo sem ekki margir sem sáu hana þar, eðlilega, enda samhengið ekkert fyrir íslenska áhorfendur. Þeir sem voru börn snemma á tíunda áratugnum muna e.t.v. eftir teiknimyndaþáttunum Villi og Teddi, sem Stöð 2 sýndi á sunnudagsmorgnum. Fyrsta myndin sjálf kom ekki almennilega fyrir augu landsmanna fyrr en hún var laugardagskvölds bíómynd RÚV í desember árið 1992. Sennilega eru þeir félagar Bill og Ted einna þekktastir hjá ákveðinni kynslóð fólks sem sá teiknimyndaþætti um þá tvo á Stöð 2 árið 1993. Því er tenging Íslendinga við Bill and Ted eins og í Christopher Nolan mynd, þ.e.a.s. tímalínan úti um allt. Í þriðju og nýjustu myndinni þurfa Bill og Ted, sem eru orðnir vel miðaldra, að bjarga heiminum með því að semja lag. Antebellum. 4. september. Í hrollvekjunni Antebellum er ung svört kona flutt aftur í tímann, til tímabilsins rétt fyrir þrælastríðið (ante bellum er latína og þýðir fyrir stríðið) og þarf að fást við þann hrollvekjandi veruleika sem forfeður hennar bjuggu við. Því erum við hér komin með þrennu af kvikmyndum sem tengjast einhvers konar tímaferðalagi. Antebellum er eftir tvo nýja kvikmyndahöfunda, þá Gerard Bush og Christopher Renz, sem hafa hingað til verið samstarfsmenn við tónlistarmyndbandagerð. Þeir skrifa handritið í sameiningu og leikstýra einnig. Myndin er ein þeirra sem varð Covid-frestun að bráð, en hún átti upprunalega að koma út í apríl sl. Framleiðendur hennar hafa reyndar gefist upp á að koma henni í bandarísk kvikmyndahús, og kemur hún út á VOD-leigum vestra 18. september. Íslenskir kvikmyndahúsagestir fá hins vegar að njóta hennar á hvíta tjaldinu frá 4. september. Vel er hægt að mæla með stiklunni hér fyrir neðan sem fær hárin til að rísa. Greenland. 11. september. Íslandsvinurinn Gerard Butler leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Greenland, sem fjallar um það þegar risastór halastjarna er við það að skella á jörðina. Eina leiðin til að lifa af er með því að komast í neðanjarðarbyrgi á Grænlandi, en þangað stefnir hetjan okkar með fjölskyldu sína. Það er spurning hvort Greenland eigi að vera framtíðarmynd, því Grænlandsjökul er hvergi að sjá hér. Miðað við stikluna fer ekki vel fyrir Íslandi, en hluti úr halastjörnunni virðist hafa skollið á vesturhluta landsins, þar sem þykkur svartur reykjarmökkur stígur upp. Svo sést hvar annar stærri skellur á miðin suður af landinu. Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sumarið er tíminn, söng Bubbi, en kvikmyndahúsaeigendur syngja einmitt sama söng, því þá gefur Hollywood út allar sínar stærstu og metnaðarfyllstu myndir og mestir aurar koma í kassann. Því miður fyrir þá eyðilagði kórónaveiran veisluna þetta sumarið og hafa áhorfendur því verið sveltir, og aðeins fengið mylsnu. Nú horfir til betri vegar, því stórmyndin Tenet mun renna á vaðið eftir rúma viku þegar hún verður frumsýnd í sjálfsagt öllum bíósölum borgarinnar (enda má aðeins selja í hluta þeirra sæta sem eru í boði). Þetta er frábærar fréttir fyrir bíóþyrsta landsmenn. Tenet er þó ekki eina myndin sem er væntanleg á næstunni, en hér gefur að líta yfirferð yfir það helsta. Þó ber að geta þess að Mulan mun ekki koma í kvikmyndahús hér á landi, þar sem Disney+ streymisveitan er væntanleg hingað á næstunni, en hægt verður að leigja myndina þar. Harry Potter-maraþon Sambíóanna. Sambíóin hafa verið dugleg að sýna eldri myndir í Covid-krísunni, t.a.m. The Shining, Inception og The Matrix. Harry Potter er næstur á dagskrá, en nú þegar eru þrjár myndir um töframanninn unga komnar í bíó og restin væntanleg á næstu dögum. Því er um að gera fyrir þá aðdáendur Potters sem hafa aldrei séð myndirnar á hvíta tjaldinu að skella sér, sem og þá sem vilja upplifa ævintýrið aftur. Myndirnar urðu átta talsins og voru sýndar á árunum 2001 til 2011. Tenet. 26. ágúst. Tenet er nýjasta kvikmynd breska leikstjórans Christophers Nolans, sem að vinnur hér með tíma og rúm, líkt og svo oft áður. Kvikmynd hans Memento var sögð afturábak, í Inception var farið inn í drauma fólks og í Interstellar var flogið í gegnum ormagöng. Mikið púður hefur farið í að halda söguþræði Tenet leyndum, það sem er vitað er að hún fjallar um mann sem á að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina með því að eiga við flæði tímans. John David Washington og Robert Pattison ræða málin í Tenet. Talandi um að fikta við tímalínur, þá átti myndin upprunalega að koma út 17. júlí sl. Útgáfu hennar var seinkað um rúman mánuð vegna kórónavírusins, en á tímabili var allt eins útlit fyrir að henni yrði seinkað enn meira. Útgefandi myndarinnar, Warner Bros, áttaði sig hins vegar á að erfitt er að giska á þróun veirunnar, því hefur verið ákveðið að gefa hana út á þeim svæðum sem kvikmyndahús eru opin. Hún kemur t.a.m. ekki út í Bandaríkjunum fyrr en í september. Bill & Ted Face the Music. 28. ágúst. Þriðja myndin um Bill S. Preston Esquire og Ted ‘’Theodore’’ Logan er væntanleg í kvikmyndahús í lok mánaðar, en sú fyrsta kom út árið 1989 (Bill & Ted's Excellent Adventure). Hún rataði hins vegar hvorki í bíó né á myndbandaleigur á Íslandi, þó var á einstaka leigu hægt að finna hana í ótextaða rekkanum. Mynd númer tvö rak þó á fjörur okkar (Bill and Ted´s Bogus Journey) og var sýnd í Háskólabíói snemma árs 1992. Það voru svo sem ekki margir sem sáu hana þar, eðlilega, enda samhengið ekkert fyrir íslenska áhorfendur. Þeir sem voru börn snemma á tíunda áratugnum muna e.t.v. eftir teiknimyndaþáttunum Villi og Teddi, sem Stöð 2 sýndi á sunnudagsmorgnum. Fyrsta myndin sjálf kom ekki almennilega fyrir augu landsmanna fyrr en hún var laugardagskvölds bíómynd RÚV í desember árið 1992. Sennilega eru þeir félagar Bill og Ted einna þekktastir hjá ákveðinni kynslóð fólks sem sá teiknimyndaþætti um þá tvo á Stöð 2 árið 1993. Því er tenging Íslendinga við Bill and Ted eins og í Christopher Nolan mynd, þ.e.a.s. tímalínan úti um allt. Í þriðju og nýjustu myndinni þurfa Bill og Ted, sem eru orðnir vel miðaldra, að bjarga heiminum með því að semja lag. Antebellum. 4. september. Í hrollvekjunni Antebellum er ung svört kona flutt aftur í tímann, til tímabilsins rétt fyrir þrælastríðið (ante bellum er latína og þýðir fyrir stríðið) og þarf að fást við þann hrollvekjandi veruleika sem forfeður hennar bjuggu við. Því erum við hér komin með þrennu af kvikmyndum sem tengjast einhvers konar tímaferðalagi. Antebellum er eftir tvo nýja kvikmyndahöfunda, þá Gerard Bush og Christopher Renz, sem hafa hingað til verið samstarfsmenn við tónlistarmyndbandagerð. Þeir skrifa handritið í sameiningu og leikstýra einnig. Myndin er ein þeirra sem varð Covid-frestun að bráð, en hún átti upprunalega að koma út í apríl sl. Framleiðendur hennar hafa reyndar gefist upp á að koma henni í bandarísk kvikmyndahús, og kemur hún út á VOD-leigum vestra 18. september. Íslenskir kvikmyndahúsagestir fá hins vegar að njóta hennar á hvíta tjaldinu frá 4. september. Vel er hægt að mæla með stiklunni hér fyrir neðan sem fær hárin til að rísa. Greenland. 11. september. Íslandsvinurinn Gerard Butler leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Greenland, sem fjallar um það þegar risastór halastjarna er við það að skella á jörðina. Eina leiðin til að lifa af er með því að komast í neðanjarðarbyrgi á Grænlandi, en þangað stefnir hetjan okkar með fjölskyldu sína. Það er spurning hvort Greenland eigi að vera framtíðarmynd, því Grænlandsjökul er hvergi að sjá hér. Miðað við stikluna fer ekki vel fyrir Íslandi, en hluti úr halastjörnunni virðist hafa skollið á vesturhluta landsins, þar sem þykkur svartur reykjarmökkur stígur upp. Svo sést hvar annar stærri skellur á miðin suður af landinu.
Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira