Haítí: Áratugur í skugga skjálftans Heimsljós kynnir 9. janúar 2020 11:30 Eftir skjálftann á Haítí 2010. UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. Næstkomandi sunnudag, 12. janúar, verða tíu ár liðin frá því jarðskjálfti af stærðinni 7 á Richter kvarða lagði stóra hluta Haítí í rúst og gereyðilagði mikið af viðkvæmum innviðum þjóðarinnar. Skjálftinn átti upptök sín um 25 kílómetra frá Port-au Prince og fylgdu margir eftirskjálftar, sumir allt að 5,9 að styrk. Enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hversu margir létu lífið í náttúruhamförunum en talið er að nærri hundrað þúsund manns hafi farist, þó mun hærri tölur hafi verið nefndar. Í frétt UNICEF á Íslandi segir að tíu árum síðar sé Haítí enn eyríki í skugga skjálftans og áskoranir þar ótalmargar. „Strax eftir skjálftann stóra, þökk sé nær fordæmalausum stuðningi, gat UNICEF brugðist skjótt við og sent starfsfólk sitt á hamfarasvæðin til að bregðast við, bjarga lífum, veita neyðaraðstoð, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu, mat, skjól og heilbrigðisþjónustu. Þá var eitt stærsta verkefni UNICEF að annast og styðja börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína eða forráðamenn. UNICEF hefur, ásamt samstarfsaðilum, haldið áfram mikilvægu starfi í þágu barna á Haítí allar götur síðan,“ segir í fréttinni. Að mati UNICEF eiga börn og fjölskyldur á Haítí þó enn í vök að verjast. Haítí sé eitt allra fátækasta ríki veraldar. Af 11 milljónum íbúa lifi 6 milljónir undir fátæktarmörkum, 2,5 milljónir búi við sára fátækt, og UNICEF telji að 4,6 milljónir manna, þar af 1,9 milljónir barna, þurfi á mannúðaraðstoð að halda. „Árið 2019 var íbúum Haítí afar erfitt. Viðkvæmt og óstöðugt efnahags- og stjórnmálaumhverfi, innanlandsátök, versnandi fæðuöryggi, vannæring og smitsjúkdómafaraldrar hafa gert lítið til að hjálpa til við að endurreisa samfélögin." UNICEF segist ekki ætla að gefast upp í baráttu sinni fyrir öryggi, velferð og lífi barna og ætli sér að starfa með stjórnvöldum og samstarfsaðilum til að ná til barna í viðkvæmri stöðu sem þurfa á aðstoð að halda. „UNICEF hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum dala fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Haítí Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. Næstkomandi sunnudag, 12. janúar, verða tíu ár liðin frá því jarðskjálfti af stærðinni 7 á Richter kvarða lagði stóra hluta Haítí í rúst og gereyðilagði mikið af viðkvæmum innviðum þjóðarinnar. Skjálftinn átti upptök sín um 25 kílómetra frá Port-au Prince og fylgdu margir eftirskjálftar, sumir allt að 5,9 að styrk. Enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hversu margir létu lífið í náttúruhamförunum en talið er að nærri hundrað þúsund manns hafi farist, þó mun hærri tölur hafi verið nefndar. Í frétt UNICEF á Íslandi segir að tíu árum síðar sé Haítí enn eyríki í skugga skjálftans og áskoranir þar ótalmargar. „Strax eftir skjálftann stóra, þökk sé nær fordæmalausum stuðningi, gat UNICEF brugðist skjótt við og sent starfsfólk sitt á hamfarasvæðin til að bregðast við, bjarga lífum, veita neyðaraðstoð, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu, mat, skjól og heilbrigðisþjónustu. Þá var eitt stærsta verkefni UNICEF að annast og styðja börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína eða forráðamenn. UNICEF hefur, ásamt samstarfsaðilum, haldið áfram mikilvægu starfi í þágu barna á Haítí allar götur síðan,“ segir í fréttinni. Að mati UNICEF eiga börn og fjölskyldur á Haítí þó enn í vök að verjast. Haítí sé eitt allra fátækasta ríki veraldar. Af 11 milljónum íbúa lifi 6 milljónir undir fátæktarmörkum, 2,5 milljónir búi við sára fátækt, og UNICEF telji að 4,6 milljónir manna, þar af 1,9 milljónir barna, þurfi á mannúðaraðstoð að halda. „Árið 2019 var íbúum Haítí afar erfitt. Viðkvæmt og óstöðugt efnahags- og stjórnmálaumhverfi, innanlandsátök, versnandi fæðuöryggi, vannæring og smitsjúkdómafaraldrar hafa gert lítið til að hjálpa til við að endurreisa samfélögin." UNICEF segist ekki ætla að gefast upp í baráttu sinni fyrir öryggi, velferð og lífi barna og ætli sér að starfa með stjórnvöldum og samstarfsaðilum til að ná til barna í viðkvæmri stöðu sem þurfa á aðstoð að halda. „UNICEF hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum dala fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020,“ segir í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Haítí Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður