Mun fara með hlutverk Filippusar í The Crown Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 08:23 Jonathan Pryce hefur áður á ferli sínum farið með hlutverk illmennis í kvikmynd um James Bond. Getty Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. Pryce mun þar leika á móti Imelda Staunton sem mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar. Einnig hefur verið greint frá því að Lesley Manville muni fara með hlutverk Margrétar, systur drottningarnnar. Þættirnir eru framleiddir fyrir Netflix og hafa notið mikilla vinsælda. Pryce hefur áður farið hlutverk illmennis í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies og hlutverk High Sparrow í þáttunum Game of Thrones. Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Two Popes þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins. Pryce mun taka við hlutverki Filippusar af Tobias Menzies, sem túlkaði prinsinn í þriðju þáttaröðinni og aftur þeirri fjórðu. Matt Smith fór með hlutverk prinsins í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Búist er við að fjórða þáttaröð The Crown verði frumsýnd á Netflix síðla þessa árs, en í henni, líkt og þeirri þriðju, fer Olivia Colman með hlutverk Elísabetar drottningar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Velski leikarinn Jonathan Pryce hefur verið falið að fara með hlutverk Filippusar prins, eiginmanns Elísabetar drottningar, í fimmtu og sjöttu þáttaröð þáttanna The Crown. Pryce mun þar leika á móti Imelda Staunton sem mun fara með hlutverk Elísabetar drottningar. Einnig hefur verið greint frá því að Lesley Manville muni fara með hlutverk Margrétar, systur drottningarnnar. Þættirnir eru framleiddir fyrir Netflix og hafa notið mikilla vinsælda. Pryce hefur áður farið hlutverk illmennis í James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies og hlutverk High Sparrow í þáttunum Game of Thrones. Þá var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Two Popes þar sem hann lék á móti Anthony Hopkins. Pryce mun taka við hlutverki Filippusar af Tobias Menzies, sem túlkaði prinsinn í þriðju þáttaröðinni og aftur þeirri fjórðu. Matt Smith fór með hlutverk prinsins í fyrstu tveimur þáttaröðunum. Búist er við að fjórða þáttaröð The Crown verði frumsýnd á Netflix síðla þessa árs, en í henni, líkt og þeirri þriðju, fer Olivia Colman með hlutverk Elísabetar drottningar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira