Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2020 08:06 Sjóbleikjan er mætt í Flókadalsá Mynd: www.svfr.is Sjóbleikjuveiðin hefur farið heldur seint af stað en nýjar fréttir úr Flókadalsá lofa vonandi góðu. Það hefur verið ótrúlega rólegt í sjóbleikjuánum fyrir norðan og lítið verið að frétta úr ám eins og Hörgsá, Ólafsfjarðará og Eyjafjarðará. Helsta skýringin er líklega sú að árnar eru ennþá kaldar vegna snjóbráðar og bleikjan bíður bara færis þangað til árnar hlýna aðeins. Það er spáð mjög góðu veðri og hlýindum næstu daga fyrir norðan og það lyftir vonandi hitastiginu á ánum aðeins upp. Það voru engu að síður að berast góðar fréttir úr Flókadalsá en holl sem nýlega lauk veiðum gerði feykna góða veiði. Það er mikið af bleikju gengin í ánna og á stuttum tíma búið að bóka 400 bleikjur í bókina. Hún er gráðug í fluguna og í sumum hyljum liggur mikið magn af henni. Þetta er vonandi formsmekkurinn af því sem koma skal en veiðimenn sem sækja mikið í sjóbleikjuna bíða óþreyjufullir eftir því að göngurnar hefjist fyrir alvöru í árnar fyrir norðan. Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði
Sjóbleikjuveiðin hefur farið heldur seint af stað en nýjar fréttir úr Flókadalsá lofa vonandi góðu. Það hefur verið ótrúlega rólegt í sjóbleikjuánum fyrir norðan og lítið verið að frétta úr ám eins og Hörgsá, Ólafsfjarðará og Eyjafjarðará. Helsta skýringin er líklega sú að árnar eru ennþá kaldar vegna snjóbráðar og bleikjan bíður bara færis þangað til árnar hlýna aðeins. Það er spáð mjög góðu veðri og hlýindum næstu daga fyrir norðan og það lyftir vonandi hitastiginu á ánum aðeins upp. Það voru engu að síður að berast góðar fréttir úr Flókadalsá en holl sem nýlega lauk veiðum gerði feykna góða veiði. Það er mikið af bleikju gengin í ánna og á stuttum tíma búið að bóka 400 bleikjur í bókina. Hún er gráðug í fluguna og í sumum hyljum liggur mikið magn af henni. Þetta er vonandi formsmekkurinn af því sem koma skal en veiðimenn sem sækja mikið í sjóbleikjuna bíða óþreyjufullir eftir því að göngurnar hefjist fyrir alvöru í árnar fyrir norðan.
Stangveiði Mest lesið Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði