Sá besti í ensku úrvalsdeildinni skoraði 80 prósent marka sinna á tímabilinu í júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 16:00 Michail Antonio raðaði inn mörkum fyirr West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í júlí. Getty/Arfa Griffiths Michail Antonio var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í júlímánuði og sá fyrsti í sögunni til að vera kosinn bestur í júlí. Michail Antonio fór á kostum með West Ham í júlí og skoraði átta mörk í sjö leikjum í mánuðinum. Það skilaði honum verðlaunum sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í lokamánuði tímabilsins. Michail Antonio skoraði bara tvö mörk í fyrstu sautján deildarleikjum sínum á tímabilinu og var því með áttatíu prósent marka sinna á tímabilinu í júlí. Michail Antonio is the Premier League's Player of the Month for July.He scored 10 goals this season. 8 were in July pic.twitter.com/BhBBJ3XGIP— B/R Football (@brfootball) August 5, 2020 Michail Antonio skoraði eitt mark á móti Chelsea, Newcastle, Watford og Manchester United en var síðan með fernu í 4-0 sigri West Ham á Norwich. Michail Antonio lagði líka upp eitt mark og kom því að níu mörkum West Ham sem tapaði aðeins einum leik allan mánuðinn. Aðrir sem komu til greina sem leikmaður mánaðarins voru þeir Olivier Giroud, Harry Kane, Anthony Martial, Nick Pope, Christian Pulisic og Raheem Sterling. Michail Antonio in the Premier League for West Ham in July: 7 games 8 goals 1 assistThe first West Ham player since Diafra Sakho in October 2014 to win Premier League Player of the Month award. https://t.co/8bG5rZGX6x— Squawka Football (@Squawka) August 5, 2020 Ralph Hasenhuttl, knattspyrnustjóri Southampton, var valinn besti stjóri júlímánaðar og varð um leið sá fyrsti frá Austurríki til að hljóta þau verðlaun. Southampton liðið tapaði ekki leik í mánuðinum og vann meðal annars 1-0 sigur á Manchester City. Hinn 52 ára gamli Ralph Hasenhuttl fékk mesta samkeppni um hnossið frá þeim Pep Guardiola, Jose Mourinho, David Moyes og Ole Gunnar Solskjaer. Kevin De Bruyne hjá Manchester City skoraði síðan fallegasta mark mánaðarins en það kom í leik á móti Norwich. Leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Teemu Pukki (NOR) September: Pierre-Emerick Aubameyang (ARS) Október: Jamie Vardy (LEI) Nóvember: Sadio Mane (LIV) Desember: Trent Alexander-Arnold (LIV) Janúar: Sergio Aguero (MCI) Febrúar: Bruno Fernandes (MUN) Júní: Bruno Fernandes (MUN) Júlí: Michail Antonio (WHU) Stjórar mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Jurgen Klopp (LIV) September: Jurgen Klopp (LIV) Október: Frank Lampard (CHE) Nóvember: Jurgen Klopp (LIV) Desember: Jurgen Klopp (LIV) Janúar: Jurgen Klopp (LIV) Febrúar: Sean Dyche (BUR) Júní: Nuno Espirito Santo (WOL) Júlí: Ralph Hasenhuttl (SOU) Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira
Michail Antonio var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í júlímánuði og sá fyrsti í sögunni til að vera kosinn bestur í júlí. Michail Antonio fór á kostum með West Ham í júlí og skoraði átta mörk í sjö leikjum í mánuðinum. Það skilaði honum verðlaunum sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í lokamánuði tímabilsins. Michail Antonio skoraði bara tvö mörk í fyrstu sautján deildarleikjum sínum á tímabilinu og var því með áttatíu prósent marka sinna á tímabilinu í júlí. Michail Antonio is the Premier League's Player of the Month for July.He scored 10 goals this season. 8 were in July pic.twitter.com/BhBBJ3XGIP— B/R Football (@brfootball) August 5, 2020 Michail Antonio skoraði eitt mark á móti Chelsea, Newcastle, Watford og Manchester United en var síðan með fernu í 4-0 sigri West Ham á Norwich. Michail Antonio lagði líka upp eitt mark og kom því að níu mörkum West Ham sem tapaði aðeins einum leik allan mánuðinn. Aðrir sem komu til greina sem leikmaður mánaðarins voru þeir Olivier Giroud, Harry Kane, Anthony Martial, Nick Pope, Christian Pulisic og Raheem Sterling. Michail Antonio in the Premier League for West Ham in July: 7 games 8 goals 1 assistThe first West Ham player since Diafra Sakho in October 2014 to win Premier League Player of the Month award. https://t.co/8bG5rZGX6x— Squawka Football (@Squawka) August 5, 2020 Ralph Hasenhuttl, knattspyrnustjóri Southampton, var valinn besti stjóri júlímánaðar og varð um leið sá fyrsti frá Austurríki til að hljóta þau verðlaun. Southampton liðið tapaði ekki leik í mánuðinum og vann meðal annars 1-0 sigur á Manchester City. Hinn 52 ára gamli Ralph Hasenhuttl fékk mesta samkeppni um hnossið frá þeim Pep Guardiola, Jose Mourinho, David Moyes og Ole Gunnar Solskjaer. Kevin De Bruyne hjá Manchester City skoraði síðan fallegasta mark mánaðarins en það kom í leik á móti Norwich. Leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Teemu Pukki (NOR) September: Pierre-Emerick Aubameyang (ARS) Október: Jamie Vardy (LEI) Nóvember: Sadio Mane (LIV) Desember: Trent Alexander-Arnold (LIV) Janúar: Sergio Aguero (MCI) Febrúar: Bruno Fernandes (MUN) Júní: Bruno Fernandes (MUN) Júlí: Michail Antonio (WHU) Stjórar mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Jurgen Klopp (LIV) September: Jurgen Klopp (LIV) Október: Frank Lampard (CHE) Nóvember: Jurgen Klopp (LIV) Desember: Jurgen Klopp (LIV) Janúar: Jurgen Klopp (LIV) Febrúar: Sean Dyche (BUR) Júní: Nuno Espirito Santo (WOL) Júlí: Ralph Hasenhuttl (SOU)
Leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Teemu Pukki (NOR) September: Pierre-Emerick Aubameyang (ARS) Október: Jamie Vardy (LEI) Nóvember: Sadio Mane (LIV) Desember: Trent Alexander-Arnold (LIV) Janúar: Sergio Aguero (MCI) Febrúar: Bruno Fernandes (MUN) Júní: Bruno Fernandes (MUN) Júlí: Michail Antonio (WHU) Stjórar mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni: Ágúst: Jurgen Klopp (LIV) September: Jurgen Klopp (LIV) Október: Frank Lampard (CHE) Nóvember: Jurgen Klopp (LIV) Desember: Jurgen Klopp (LIV) Janúar: Jurgen Klopp (LIV) Febrúar: Sean Dyche (BUR) Júní: Nuno Espirito Santo (WOL) Júlí: Ralph Hasenhuttl (SOU)
Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira