Ennþá fullt af laxi í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2020 07:18 Flott dagsveiði og kvótanum náð í Urriðafossi. Mynd: Stefán Sigurðsson Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum. Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði
Veiðin í Urriðafossi er búin að vera mjög góð í sumar en heildarveiðin þar var komin í 793 laxa fyrir viku þegar síðustu tölur voru teknar saman. Heildarveiðin á svæðinu núna fer að detta í 900 laxa og það er ennþá mikið af laxi á svæðinu bæði í þrepunum í fossinum sjálfum en líka á veiðistöðunum þar fyrir neðan Vaður og Skerpolli sem eru fyrstu veiðistaðirnir fyrir neðan Urriðafoss. Það var hópur spænskra veiðimanna að ljúka veiðum í gær og þær urðu að hætta veiðum kl 18:00 því kvótinn var kominn á allar stangirnar sem segir meira en mörg orð um það magn af laxi sem er ennþá á svæðinu. Það eru góðar göngur ennþá og nokkuð ljóst að svæðið í heild á eftir að fara yfir 1.000 laxa ef þetta heldur svona áfram. Tilraunsvæðin við Þjótanda og Þjórsártún hafa verið að gefa mjög fína veiði og er mikið af laxi á nokkrum stöðum.
Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Varmá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Veiðisaga úr Blöndu Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Lítið eftir af tímabilinu í Tungufljóti Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði