Mánudagsstreymi GameTíví er á sínum stað í kvöld. Það er ekkert samkomubann í Verdansk og veðrið þar er með besta móti. Því munu strákarnir streyma Warzone og má búast við mikilli skemmtun.
Þá hafa fregnir borist af því að mögulega sjáist ennið á vappi í kvöld.
Fylgjast má með ævintýrum strákanna á Stöð 2 eSport eða Twitch. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.