Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2020 08:39 Guðjón Þór Þórarinsson með bleikjuna sem hann fékk við Úfljótsvatn. Mynd: Veiðikortið Veiðin í Úlfljótsvatni hefur verið fín í sumar og það eru margir farnir að stunda vatnið frekar en Þingvallavatn þar sem það eru yfirleitt færri við vatnið. Það er eiginlega óskiljanlegt að ekki fleiri skuli leggja leið sína í Úlfljótsvatn því veiðin í vatninu er ljómandi góð þó hún sé dyntótt eins og bleikjuvötn eru gjarnan en í vatninu er nefnnilega líka mjög stór bleikja og inn á milli veiðast alltaf vænir urriðar. Einn af þeim sem hafa einmitt sett í stórar bleikjur er Guðjón Þór Þórarinsson en hann sést á meðfylgjandi mynd með eina rígvæna bleikju sem vóg rúmlega 3 kg og var 60 cm sem hann veiddi 31. júlí. Það er óhætt að segja að hún sé nánast hnöttótt! Virkilega fallegur fiskur. Bleikjuna veiddi hann í víkinni fyrir neðan kirkjuna en það er mjög skemmtilegur veiðistaður. Úlfljótsvatn er á Veiðikortinu og því upplagt fyrir þá sem eru með kortið en eiga eftir að prófa vatnið að skella sér part úr degi. Morgunveiðin er yfirleitt best og kvöldveiðin er að sama skapi ekkert síðri. Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði
Veiðin í Úlfljótsvatni hefur verið fín í sumar og það eru margir farnir að stunda vatnið frekar en Þingvallavatn þar sem það eru yfirleitt færri við vatnið. Það er eiginlega óskiljanlegt að ekki fleiri skuli leggja leið sína í Úlfljótsvatn því veiðin í vatninu er ljómandi góð þó hún sé dyntótt eins og bleikjuvötn eru gjarnan en í vatninu er nefnnilega líka mjög stór bleikja og inn á milli veiðast alltaf vænir urriðar. Einn af þeim sem hafa einmitt sett í stórar bleikjur er Guðjón Þór Þórarinsson en hann sést á meðfylgjandi mynd með eina rígvæna bleikju sem vóg rúmlega 3 kg og var 60 cm sem hann veiddi 31. júlí. Það er óhætt að segja að hún sé nánast hnöttótt! Virkilega fallegur fiskur. Bleikjuna veiddi hann í víkinni fyrir neðan kirkjuna en það er mjög skemmtilegur veiðistaður. Úlfljótsvatn er á Veiðikortinu og því upplagt fyrir þá sem eru með kortið en eiga eftir að prófa vatnið að skella sér part úr degi. Morgunveiðin er yfirleitt best og kvöldveiðin er að sama skapi ekkert síðri.
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði