Hollið með 71 lax í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:19 Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar. Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði
Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar.
Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði