Manhunt Deadly Games: Sekur uns sakleysi er sannað Heiðar Sumarliðason skrifar 26. júlí 2020 09:33 FBI leggur til atlögu í Manhunt Deadly Games. Nú er hægt að sjá Manhunt Deadly Games hjá Símanum Premium, en þættirnir eru sjálfstætt framhald Manhunt Unabomber, sem Netflix sýndi. Slíkir þættir eru orðnir töluvert algengir. Þ.e.a.s. þáttaraðir sem taka fyrir ákveðin glæpamál, svo kemur ný sería, sem fjallar um allt annað mál og búið að skipta út öllum leikurum. Best heppnaða dæmið um slíka þáttaröð er American Crime Story, sem hefur tekið fyrir mál O.J. Simpsons, morðið á Giovanni Versace og nú í haust, kynlífsskandalinn í kringum Bill Clinton og Monicu Lewinski. Fólki finnst eflaust skrítið að Manhunt-serían haldi ekki bara áfram á Netflix, en breytingar urðu á sýningaraðilanum í Bandaríkjunum. Það var Discovery sem sýndi Manhunt Unabomber vestra, en annar aðili hefur nú yfirtekið framleiðsluna, ný streymisveita sem kallast Spectrum, sem útskýrir hvers vegna rétturinn losnaði og Síminn greip gæsina. Hetja eða skúrkur? Manhunt Unabomber þáttaröðin var mjög vel heppnuð, þó hún hafi kannski ekki alveg náð sömu hæðum og O.J. Simpson sería American Crime Story, sem eiginlega setti standardinn. Því er það gleðiefni að fá meiri mannaveiðar. Í þetta sinn er það allt havaríið í kringum það þegar öflug rörasprengja sprakk á tónleikum í Centennial Olympic Park í Atlanta árið 1996, í miðjum Ólympíuleikunum. Betur fór en á horfðist og aðeins ein manneskja lést, í atviki sem hefði getað orðið mikill harmleikur. Hinn raunverulegi Richard Jewell. Þáttaröð um svo lítinn atburð hljómar e.t.v. ekki sérlega spennandi, en þegar á hólminn er komið er af nægu að taka. Strax í upphafi kynnumst við öryggisverðinum Richard Jewell, einfeldningi sem býr hjá móður sinni, en á sér þann draum heitastan að verða lögreglumaður. Hann mætir á vakt við öryggisvörslu á fyrrnefndum tónleikum, en er svo ákafur í að standa sína plikt að hann fer í taugarnar á hinni raunverulegu löggæslu á svæðinu. Ákafinn borgar sig þó, þegar hann sér dularfulla tösku og lætur vita af henni. Lögreglumennirnir nenna varla að sinna ákalli hans, en gera það þó á endanum og sjá að hún inniheldur sprengju. Jewell fer beint í að reyna að rýma svæðið og bjargar þannig ótal mannslífum. Kemur á óvart Ætli það segi ekki eitthvað um áhuga minn á fréttum þegar ég var 17 ára árið 1996, að ég man ekkert eftir þessu máli sem Manhunt Deadly Games fjallar um. Það er reyndar kostur þegar horft er á þáttaröðina, því hver einasta vending kemur á óvart. Þess vegna ætla ég að segja sem minnst um söguþráðinn, nema að böndin fara fljótt að berast að Jewell. Innan skamms eru alríkislögreglumenn orðnir vissir um að hann hafi sjálfur komið sprengjunni fyrir, til þess eins að geta verið hetja dagsins. Það er frekar erfitt að fjalla um Manhunt Deadly Games á einhvern vitrænan máta án þess að gefa upp framvinduna, því það er hvernig flett er ofan af sögu Jewell, FBI-fólksins og annarra persóna, sem gerir Deadly Games að því sem hún er. Því er best að gefa sem minnst upp. Carla Gugino leikur blaðakonuna Kathy Scruggs. Með þessari leikgerð atvikanna er ekki aðeins verið að rekja atburði á spennandi máta, heldur er verið að skoða hluti sem hafa gengið úr lið í Bandaríkjunum (og víðar). Hvernig óttinn við almenningsálitið hefur neikvæð áhrif á störf rannsóknarlögreglunnar, hvernig lestur og áhorf skipta meira máli en sannleikurinn, enda selur hann oftast færri blöð (eða fær færri smelli). Ég hef í raun með þessu nú þegar sagt of mikið, því verður ítarlegri greining að sitja á hakanum. Þáttaröðin kemur virkilega á óvart, því þetta er minna þekkt mál, allavega hér á Íslandi. Þess vegna var ég ekkert sérlega spenntur þegar ég hóf áhorfið, en sem spennuþáttaröð er Manhunt Deadly Games hins vegar algjörlega á pari við Unabomber. Það sem lyftir henni m.a.s. á aðeins hærra plan eru hinar þematísku eindir sem felast í framvindunni sjálfri og umfjöllunarefninu. Því segir Deadly Games töluvert meira um samfélagið og mannlegt eðli, heldur en Unabomber. Það eina sem dregur þættina eilítið niður, er að á köflum er sviðsetning atriða eilítið kauðsleg. Ég man ekki eftir að slíkt hafi hrjáð Unabomber, því er spurning hvort minna fjármagn liggi að baki Deadly Games, og því hafi þurft að vinna þættina hraðar. Þetta kemur þó ekki að sök, því áhrifamáttur atburðanna sjálfra er nægur til að gera Manhunt Deadly Games að fjögurra stjörnu sjónvarpsseríu. Niðurstaða: Manhunt Deadly Games kemur þeim sem ekki þekkja málið á óvart. Þættirnir halda áhorfandanum við efnið og eru á pari við fyrri Manhunt-þáttaröð um Unabomber. Stjörnubíó Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nú er hægt að sjá Manhunt Deadly Games hjá Símanum Premium, en þættirnir eru sjálfstætt framhald Manhunt Unabomber, sem Netflix sýndi. Slíkir þættir eru orðnir töluvert algengir. Þ.e.a.s. þáttaraðir sem taka fyrir ákveðin glæpamál, svo kemur ný sería, sem fjallar um allt annað mál og búið að skipta út öllum leikurum. Best heppnaða dæmið um slíka þáttaröð er American Crime Story, sem hefur tekið fyrir mál O.J. Simpsons, morðið á Giovanni Versace og nú í haust, kynlífsskandalinn í kringum Bill Clinton og Monicu Lewinski. Fólki finnst eflaust skrítið að Manhunt-serían haldi ekki bara áfram á Netflix, en breytingar urðu á sýningaraðilanum í Bandaríkjunum. Það var Discovery sem sýndi Manhunt Unabomber vestra, en annar aðili hefur nú yfirtekið framleiðsluna, ný streymisveita sem kallast Spectrum, sem útskýrir hvers vegna rétturinn losnaði og Síminn greip gæsina. Hetja eða skúrkur? Manhunt Unabomber þáttaröðin var mjög vel heppnuð, þó hún hafi kannski ekki alveg náð sömu hæðum og O.J. Simpson sería American Crime Story, sem eiginlega setti standardinn. Því er það gleðiefni að fá meiri mannaveiðar. Í þetta sinn er það allt havaríið í kringum það þegar öflug rörasprengja sprakk á tónleikum í Centennial Olympic Park í Atlanta árið 1996, í miðjum Ólympíuleikunum. Betur fór en á horfðist og aðeins ein manneskja lést, í atviki sem hefði getað orðið mikill harmleikur. Hinn raunverulegi Richard Jewell. Þáttaröð um svo lítinn atburð hljómar e.t.v. ekki sérlega spennandi, en þegar á hólminn er komið er af nægu að taka. Strax í upphafi kynnumst við öryggisverðinum Richard Jewell, einfeldningi sem býr hjá móður sinni, en á sér þann draum heitastan að verða lögreglumaður. Hann mætir á vakt við öryggisvörslu á fyrrnefndum tónleikum, en er svo ákafur í að standa sína plikt að hann fer í taugarnar á hinni raunverulegu löggæslu á svæðinu. Ákafinn borgar sig þó, þegar hann sér dularfulla tösku og lætur vita af henni. Lögreglumennirnir nenna varla að sinna ákalli hans, en gera það þó á endanum og sjá að hún inniheldur sprengju. Jewell fer beint í að reyna að rýma svæðið og bjargar þannig ótal mannslífum. Kemur á óvart Ætli það segi ekki eitthvað um áhuga minn á fréttum þegar ég var 17 ára árið 1996, að ég man ekkert eftir þessu máli sem Manhunt Deadly Games fjallar um. Það er reyndar kostur þegar horft er á þáttaröðina, því hver einasta vending kemur á óvart. Þess vegna ætla ég að segja sem minnst um söguþráðinn, nema að böndin fara fljótt að berast að Jewell. Innan skamms eru alríkislögreglumenn orðnir vissir um að hann hafi sjálfur komið sprengjunni fyrir, til þess eins að geta verið hetja dagsins. Það er frekar erfitt að fjalla um Manhunt Deadly Games á einhvern vitrænan máta án þess að gefa upp framvinduna, því það er hvernig flett er ofan af sögu Jewell, FBI-fólksins og annarra persóna, sem gerir Deadly Games að því sem hún er. Því er best að gefa sem minnst upp. Carla Gugino leikur blaðakonuna Kathy Scruggs. Með þessari leikgerð atvikanna er ekki aðeins verið að rekja atburði á spennandi máta, heldur er verið að skoða hluti sem hafa gengið úr lið í Bandaríkjunum (og víðar). Hvernig óttinn við almenningsálitið hefur neikvæð áhrif á störf rannsóknarlögreglunnar, hvernig lestur og áhorf skipta meira máli en sannleikurinn, enda selur hann oftast færri blöð (eða fær færri smelli). Ég hef í raun með þessu nú þegar sagt of mikið, því verður ítarlegri greining að sitja á hakanum. Þáttaröðin kemur virkilega á óvart, því þetta er minna þekkt mál, allavega hér á Íslandi. Þess vegna var ég ekkert sérlega spenntur þegar ég hóf áhorfið, en sem spennuþáttaröð er Manhunt Deadly Games hins vegar algjörlega á pari við Unabomber. Það sem lyftir henni m.a.s. á aðeins hærra plan eru hinar þematísku eindir sem felast í framvindunni sjálfri og umfjöllunarefninu. Því segir Deadly Games töluvert meira um samfélagið og mannlegt eðli, heldur en Unabomber. Það eina sem dregur þættina eilítið niður, er að á köflum er sviðsetning atriða eilítið kauðsleg. Ég man ekki eftir að slíkt hafi hrjáð Unabomber, því er spurning hvort minna fjármagn liggi að baki Deadly Games, og því hafi þurft að vinna þættina hraðar. Þetta kemur þó ekki að sök, því áhrifamáttur atburðanna sjálfra er nægur til að gera Manhunt Deadly Games að fjögurra stjörnu sjónvarpsseríu. Niðurstaða: Manhunt Deadly Games kemur þeim sem ekki þekkja málið á óvart. Þættirnir halda áhorfandanum við efnið og eru á pari við fyrri Manhunt-þáttaröð um Unabomber.
Stjörnubíó Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira